Saga - 2005, Blaðsíða 228
226
RITDÓMAR
um stað ritar Aðalgeir: „Þegar skoðanamunur varð flutti hann mál sitt yfir-
leitt með þeim hætti að menn kveinkuðu sér undan svipuhöggunum. Oft-
ar en ekki enduðu deilurnar á þann hátt að vinslit urðu af og þar átti Kon-
ráð jafnan mesta sök" (bls. 151). Hér er túlkað með ákveðnum hætti.
Að lokum má nefna að Aðalgeir kann einnig að bregða fyrir sig fágaðri
hæðni. Eins og kunnugt er gekk samstarf Fjölnismanna ekki þrautalaust
fyrir sig og við skulum láta Aðalgeir eiga síðasta orðið með lýsingu á sam-
vinnu tveggja þeirra: „Konráð og Tómas Sæmundsson voru þannig skapi
farnir að báða skorti umburðarlyndi og kusu fremur ófrið en frið þegar
báðir kostir voru í boði og þeim varð sannarlega að ósk sinni" (bls. 71).
Páll Björnsson
Þorleifur Óskarsson, SAGA REYKJAVÍKUR í ÞÚSUND ÁR 870-1870,
I—II. Iðunn. Reykjavík 2002. 910 bls. Myndir, töflur, skýringarmyndir.
Tilvísana-, heimilda-, nafna-, atriðisorða- og myndaskrá.
Þúsund ára saga Reykjavíkur fram til 1870 er umfangsmikið verk, tvö
bindi, ríflega 900 síður og um sex kíló að þyngd. Þessar bækur eru hluti af
sex binda ritverki um sögu Reykjavíkur en áður höfðu sagnfræðingarnir
Guðjón Friðriksson og Eggert Þór Bernharðsson skrifað tvö bindi hvor, og
komu þau út á árunum 1991-1998. Fallþungi heildarverksins er því orðinn
nokkur. Bækur Þorleifs komu út árið 2002 og fóru í dreifingu árið eftir. Rit-
un þeirra hófst árið 1987. Ekki kemur þó fram hvenær henni lauk, en bæk-
umar höfðu verið tilbúnar til útgáfu um nokkurra ára skeið. Sameiginleg
ritnefnd var yfir öllu verkinu, skipuð í framhaldi af ákvörðun Reykjavíkur-
borgar árið 1981 að efna til þessarar ritunar. f nefndinni voru þau Helgi
Skúli Kjartansson, Helgi Þorláksson, Kristín Ástgeirsdóttir, Lýður Björns-
son og Kristján Benediktsson, en hjá þeim vom línur lagðar fyrir efnistök
verksins í heild.
Hið fyrsta sem kemur upp í hugann þegar bækurnar eru skoðaðar eru
spurningar um hvers konar rit sé hér á ferðinni. Fellur þúsund ára saga
Reykjavíkur undir flokk byggðasögurita eða yfirlitsrita, hvort tveggja eða
eitthvað allt annað? Ritstjórnarstefnu verksins í heild er lýst svo í inngangi
Guðjóns Friðrikssonar að fyrsta bindinu sem út kom árið 1991 (bls. vii-viii):
„Hafa verður í huga að hér er um yfirlitssögu eða heildarsögu að ræða.
Reynt var að segja söguna frá sjónarhóli bæjarbúa sjálfra fremur en stofn-
ana borgarinnar og má því kalla hana hversdagssögu." En hvaða sjónarhóll
er ráðandi í bókum Þorleifs um sögu Reykjavíkur fyrstu 1000 árin?
Almennt yfirbragð fellur vel að markaðri stefnu ritverksins um sögu
Reykjavíkur í heild, en sker sig að mörgu leyti úr í flokki almennra byggða-
sögurita. Annars vegar er sjónarhornið almennara eða víðara en jafnan er
raunin með byggða- og landshlutasögur, sem oftar en ekki eru skrifaðar