Saga - 2005, Qupperneq 229
RITDÓMAR
227
nokkuð nálægt einstaklingum, lífi þeirra og athöfnun, án þess þó að flokk-
ast endilega undir hversdagssögu. Hins vegar kemur sérstaða Reykjavíkur
í landinu skýrt fram í bókunum; höfuðstaður sem settur er í samhengi við
landsmálin, sérstaklega á tímabilinu eftir 1750. Fyrir þann tíma er íslands-
sagan jafnvel í fyrirrúmi, en íbúar Seltjarnamess stíga smám saman fram á
sviðið. Rammi bókanna er hins vegar ekki svo ólíkur byggðasöguritum al-
mennt; landfræðileg afmörkun þar sem framvinda í tíma markar efnistök-
in. Kaflarnir standa nokkuð sjálfstæðir og ekki eru dregnar saman eiginleg-
ar niðurstöður verksins í heild.
Viðfangsefnið er saga byggðar í Reykjavík og nágrermi á Seltjarnarnesi
hinu forna, og er þar átt við byggðina eins og hún var afmörkuð fyrir 1835,
þ.e. byggð á Seltjarnarnesi vestan við býlið Rauðará. Reynt er að skapa
heildarmynd af búsetu, atvinnu, lífskjörum og viðhorfum íbúanna á þessu
svæði í aldanna rás. Þéttbýlismyndimin er mikilvægt umfjöllunarefni og
Reykjavíkursagan er rækilega sett í íslandssögulegt samhengi. Fyrsti hlut-
inn hefur nokkra sérstöðu; farið er yfir níu alda tímabil á þriðjvmgi fyrra
bindisins, en stærsti hluti verksins fjallar svo um tímabilið 1750-1870. Mis-
jafnt er eftir tímabilum hvor sjónarhóllinn hefur yfirhöndina, íslandssagan
eða Reykjavíkurlífið. Höfundurinn orðar áherslur sínar svo:
Sérstök áhersla er lögð á myndun þéttbýlis frá því upp úr 1750 og þró-
un Reykjavíkur til fullvaxta bæjar um 1870. Öðrum þræði er hér einnig
á ferð þjóðarsaga enda verður saga höfuðstaðarins seint frá henni skil-
in. Um sviðið sveima Reykvíkingar liðinna alda, fyrst sveitamenn, síð-
an þorpsbúar og loks bæjarbúar sem sumir hverjir eiga fullt í fangi
með að tileinka sér þær reglur og umgengnisvenjur sem þéttbýlið
leggur fólki á herðar. Einnig er lögð áhersla á að varpa ljósi á líf og kjör
Reykvíkinga í blíðu og stríðu (I, bls. vii).
Bækurnar eru skrifaðar í þeim anda að þær eigi að geta náð til almennings,
en taka jafnframt mið af rannsóknum. Vísað er til heimilda og þjóna bæk-
urnar því líka vel hlutverki sínu sem „staða þekkingar" á afmörkuðum svið-
um fyrir þá sem vilja spinna þráðinn áfram. Heimildarit verksins eru flest
gefin út fyrir 1995, með einstaka tmdantekningum. Texti bókanna ber allur
með sér að vandað hefur verið til verka. Hann er yfirvegaður, á köflum
átakalítill, en einnig er nokkuð lagt í skemmtilegar tengingar og orðaleiki.
Stikkorð eru á spássíum hverrar síðu. Tekst með ágætum að samþætta þau
markmið að skrifa aðgengilegt verk og byggja það á traustum grunni.
Efnisskipanin er byggð á tímasniði þar sem fyrirsagnir gefa til kynna
tímamót í sögu byggðarinnar, þegar Víkin breytist úr býli í þorp, í bæ, í höf-
uðstað. Stefin eru aðallega þrjú, atvinna, daglegt lífog stjórnmál. Sjávarútveg-
urinn er að mörgu leyti leiðarþráðurinn; hvemig íbúar Seltjamamess veiddu
— eða veiddu ekki — fisk á ýmsum tímaskeiðum og hvaða áhrif það hafði
á lífskjör þeirra og viðurværi, og verslunin er talin hafa skipt miklu máli
fyrir alla framvindu og þróun. í öðru lagi er leitast við að gefa innlit í líf
bæjarbúa, komast nálægt lífsbaráttunni og daglegu lífi, og samgöngur