Saga - 2005, Page 230
228
RITDÓMAR
skipa þar mikilvægan sess. Að lokum er svo gefin mynd af stjórnun bæjar-
ins og tengingum við landsmálin þar sem það á við.
Mikilvægi sjávarútvegs er ráðandi í sjónarhorni og túlkun höfundar á
fortíðinni á þessu svæði. Landbúnaður kemur við sögu, en aðallega sem
aukabúgrein, og eftir að þéttbýli fór að þróast hafi skepnuhald fyrst og
fremst verið hjá efri stéttunum (sjá t.d. 1,197). Atvinna, afkoma og formgerð
samfélags fyrri alda fram á 19. öldina hefur í sagnfræðiritum löngum verið
rædd út frá sveitunum og landeigendakerfinu. Hér er sjávarútvegurinn
viðmiðið. Hér togast á byggðasagan og íslandssagan. Túlkun sem markast
af einkennum ákveðins (lítils) landsvæðis kallast á við túlkun á formgerð
sveitasamfélagsins, sem verið er að setja þetta svæði í samhengi við. Þessi
„sjávarútvegsvæðing" sögunnar er skýr þráður í bókinni, en hann er samt
ekki kynntur á áberandi hátt. Þannig ræðst umræða og skýringar nokkuð
af vexti og viðgangi fiskveiða, líka fyrir fyrri aldir, þótt samfélagslegt sam-
hengi hafi þá verið af öðrum toga og byggðin á Seltjarnarnesi hafi þá ekki
skorið sig eins úr og síðar varð. Það má spyrja sig hversu vel þetta á við fyrir
eldri tíma þegar leitað er almennra skýringa og samhengis við þjóðarsög-
una. Kastljósinu er beint að Reykjavík og því staðbundna samhengi sem
þar var, og það er notað til að skýra þróunina sem varð með þéttbýlismynd-
un og fiskveiðibyltingu síðari alda.
Yfirbragð bókarinnar og frásagnarinnar er heilsteypt. Sagnfræðilega er
nokkur munur á nálgun og úrvinnslu eftir tímabilum. Á fyrstu öldum
byggðar og fram á 18. öld er aðallega byggt á rannsóknum annarra og efni
unnið upp úr eldri heimildum og yfirlitsritum um sögu landsins. Þessi
hluti bókarinnar er hugvitssamlega skrifaður. Margt er gert til að skýra og
skapa umhverfi það sem íbúar svæðisins gætu hafa búið við. Gefin er
mynd af því hvernig Seltjamames og svæðið á suðvesturhorninu fór hægt
og sígandi að birtast í heimildum, eins og í íslensku fornbréfasafni og Alþingis-
bókum, eftir því sem aldirnar liðu. Þannig sjást „Reykvíkingamir" smám
saman á sögusviðinu. Tækifæri til að bæta við nýjungum úr rannsóknum
allra síðustu ára em lítið nýtt. Eldri fornleifarannsóknir frá Reykjavík eru
t.d. notaðar á meðan nýrri rannsóknir koma lítið við sögu. Þetta kann að
skýrast af því að ritun bókarinnar var lokið þó nokkm fyrir sjálfa útgáfuna.
Söguleg þróun síðari tíma er spegluð í vangaveltum um af hverju sjávarút-
vegur breytti ekki samfélaginu á fyrri öldum. Þjóðarsagan hefur yfir-
höndina á þessu tímabili.
Þegar kemur að sögurituninni fyrir seinni hluta 18. aldar er meira lagt
í frumrannsóknir og vitnisburð um lífið í Reykjavík, án þess þó að hér sé
kynnt til sögunnar ný sýn á tímabilið. Söguskoðunin er kunnugleg; á yfir-
vegaðan hátt er fjallað um dansk-íslensku togstreituna í bænum, einokun-
arverslunin er talin hafa verið til vandræða fyrir landsmenn og fyrst hafi
byrjað að hilla undir bjartsýni með stofnun Innréttinganna, vaxandi þétt-
býli og auknum möguleikum á eflingu fiskveiða. Hvað Innréttingamar og
ullarvinnsluna varðar, þá era umsvif þeirra settar í gott samhengi við fyrri