Saga - 2005, Blaðsíða 231
RITDÓMAR
229
hugmyndir um samfélagsbreytingar á íslandi. Undirrituð er þó ekki sam-
mála því sem hér segir um aðdragandann og upphaf vefsmiðjureksturs
þeirra, þar sem stofnun vefsmiðjunnar á Leirá 1751 er aðskilin frá stofnun
Hins íslenska hlutafélags (1,120-121). Ég tel að starfsemi hlutafélagsins sem
stóð að framkvæmdunum sem kenndar hafa verið við Innréttingamar hafi
stigið fyrstu skrefin á Þingvöllum 1751 og á Leirá 1751 og fyrstu starfsregl-
ur hlutafélagsins hafi snúist um rekstur vefsmiðjunnar þar. Miðað við fyrri
rannsóknir á Innréttingunum er hér ýmislegt nýtt á ferðinni. Má þar helst
nefna athugun á fjölda starfsmanna alla þá hálfu öld sem þær störfuðu, auk
þess sem farið er í saumana á aldursskiptingu, kynjahlutfalli, fjölda fram-
færenda og fleiru sem varpar ljósi á félagslega samsetningu bæjarbúa í hinu
unga þéttbýli (1,159-168). Nýmælin í umfjölluninni um 18. öldina almennt
felast í ítarlegum athugunum á mannfjölda og atvinnu. Einnig eru færð rök
fyrir því hversu mikinn þátt stjómvaldsaðgerðir áttu í því að þéttbýlið náði
að blómstra í bænum til lengri tíma og andmælir Þorleifur þeirri skoðun að
bærinn hafi orðið til án ytra valdboðs.
Töluverð vinna hefur sýnilega verið lögð í það að setja fram nýtt efni úr
manntölum um fólksfjölda, atvinnuskiptingu og félagslega samsetningu
bæjarbúa bæði fyrir 18. og 19. öldina, sem verulegur fengur er að. Stundum
eru mjög gagnlegar upplýsingar sem liggja að baki manntalaupplýsingum
í aftanmálsgreinum, jafnvel í mjög löngu máli, efni sem hefur sjálfstætt
gildi þar til uppflettingar. En þær em vel faldar inni í tilvísanaskránni og
eru hvorki auðfundnar né auðnotaðar. Einnig eru þarna gagnlegar
upplýsingar um inn- og útflutning, sérstaklega fyrir 19. öldina (sjá m.a. I,
10.-11. kafli, og bls. 394-395). Sjónarhorn hversdagssögunnar nýtur sín vel
þegar kemur að 19. öldinni. Bréfasöfn og blöð bæjarins hafa verið kembd til
að setja fram nýja sýn á lifnaðarhætti, viðhorf og bæjarbrag. Dæmisögur er
birtar úr daglega lífinu, og tekst að draga upp margar trúverðugar nær-
myndir. í þessum hluta verksins er hvað nýstárlegasta efnið og líklega hef-
ur þunginn af rannsóknarvinnunni legið hér. Tekst þar oft mjög vel til.
Myndefnið skipar mikilvægan sess í bókunum, sem og í allri ritröðinni.
í bókum Þorleifs eru myndirnar ríflega 1100 talsins. Gríðarleg vinna liggur
að baki öflun þessara mynda. Hér er um nokkrar tegundir myndefnis að
ræða sem spegla ákveðna vídd í efninu, og bæta því nokkru við hið ritaða
mál þegar vel tekst til. Myndatextar eru líka læsilegir og greinargóðir. í
fyrsta lagi má nefna myndir úr handritum, ljósmyndir, teikningar, kort og
málverk sem beinlínis má tengja tímabilinu og efnistökunum fyrir 1870.
Ljósmyndir eru þó stundum teygðar heldur mikið í tíma, og eru sumar
þeirra jafnvel teknar um og eftir 1900. Aldurs mynda er þó að jafnaði getið
í myndatextum. Því eru myndirnar ekki beinlínis látnar vera til vitnis um
annan tíma en þær sýna, en frásögn textans í meginmáli á þó oft við eldri
tíma en myndefnið. í öðru lagi er nokkuð um erlendar myndir, oftast úr
bókum, sem vísa út fyrir landsteinana á því tímabili sem um ræðir. Þessar
myndir eru að mörgu leyti góð tilraun til samanburðar við aðstæður