Saga - 2005, Qupperneq 234
232
RITDÓMAR
Þannig gengur Matthías út frá því að ytra byrði samfélagsins sé blekking,
hula sem valdsmenn (og fræðimenn síðari tíma?) hafi leitast við að við-
halda en að baki henni sé hið „raunverulega" samfélag að finna. Þetta er
ítrekað í eftirmála bókarinnar, sem skrifaður er af Steinunni Ólafsdóttur,
ekkju Matthíasar. Þar segir hún að heimildir Matthíasar sýni „hvunndaginn
þann sem fólk gladdist og þjáðist í, veröld sem rímar illa við heim aldamóta-
kvæða. ísland 20. aldar verður til í reynsluheimi þessa fólks, í fátækt, vað-
andi skít og óþrifnaði, banvænum drykkjuskap og ofbeldi, ekki síst gagn-
vart konum og börnum" (bls. 482). Það er fjarri mér að halda á lofti sögu
stórmenna eða framfara, að saga okkar hafi verið ofbeldislaus, áferðarfalleg
og einsleit saga mikilmenna. Þvert á móti finnst mér eitt mikilvægasta
verkefni sagnfræðinga og annarra fræðimanna samtímans að tefla fram
fleiri sjónarhornum og sýna hve margslungin og margþráða saga okkar er.
Ég sé aftur á móti ekki hvaða þýðingu það hefur að snúa hlutunum á haus.
Er saga skítsins, málaferla, drykkju og afbrota „sannari" og „betri" saga en
sú sem oftar hefur verið sögð? Er ekki nær lagi að segja að sá veruleiki hafi
ekki síður en aðrir veruleikar átt þátt í að móta ísland 20. aldar? í það
minnsta er mynd Matthíasar hvorki breiðari né sannari sýn á reykvískt
samfélag aldamótanna 1900 en aðrar. Og ef eitthvað er má segja að sjónar-
hom hans sé þröngt og samfélagsmyndin fremur svarthvít. Annars vegar
er valdastétt sem heyr vonlausa baráttu gegn breytingum á samfélags-
gerðinni og nýjum hugmyndum og hins vegar alþýðan, fólkið sem ekkert
átti og fékk litla eða enga meðaumkun eða skilning hjá góðborgurunum.
Fáeinir brutust um þarna á milli, t.d. foreldrar Héðins, þau Bríet og Valdi-
mar.
í bókinni ægir saman frásögnum. Rauði þráðurinn á að vera Héðinn, í
honum og umhverfi hans mætast, eða eiga að mætast, þræðirnir sem hann
er ofinn úr. Þessar mörgu og ólíku frásagnir virðast meðvitað val höfundar
sem lætur berast með heimildunum og gefur Sögu með stóru essi langt nef:
Sumar þessara mynda tengjast Héðni og fjölskyldu hans óbeinlínis, en
allt vill vera saga, svo það sem eitt sinn var aðskilið fléttast saman í
glundroðakenndum vexti.
Heimildin býr til sín eigin tengsl, óvænt og jafnvel tilefnislaust,
því innviðir hennar kvíslast við skoðun, skríða undan og geta tengst
hverju sem er, hvenær og með hvaða móti sem er, enda er Saga jafn
mikil einföldun á raunveruleika og hugmyndir Bakkabræðra um ljós
og ljósburð (bls. 158).
Við eigum að vera opin fyrir heimildum okkar og því sem þær hafa að
bjóða en gagnrýnislaus notkun getur leitt okkur í ógöngur. Og það gerist
hér. Höfundur gengur of langt í frásögnum af undirmálsfólki, málaferlum
og skít. Þessar armars áhugaverðu frásagnir og mannlífslýsingar taka svo
mikið pláss að Héðinn og fjölskylda hans falla í skuggann, verða aukaatriði
og lesandinn spyr sig um hvað bókin sé. Héðin? Valdimar? Bríeti eða Lauf-
eyju? Eða er hún mannlífslýsing? Mörg verk í einu?