Saga - 2005, Blaðsíða 235
RITDÓMAR
233
Matthías leggur talsverða áherslu á að um aldamótin 1900 hafi tekist á
gamli tíminn og sá nýi og bendir í því sambandi á togstreitu gamalla og
nýrra viðhorfa sem t.d. má sjá í skrifum Valdimars og Bríetar. Átök hins
gamla og nýja speglast einnig í umfjöllun höfundar um lítilmagnann og
valdastéttina, þar sem mér sýnist Matthías kjósa auðveldu leiðina sem fel-
ur í sér andúð á valdastéttinni (upp til hópa spillt klíkufólk). Hann á t.d.
erfitt með að skilja, eða reynir ekki að skilja, kunningsskap Bríetar Bjarn-
héðinsdóttur við Hannes Hafstein og hans fólk. Höfundur talar um aðdá-
un Bríetar á „Hafsteinfólkinu" og rekur til þess tíma sem Bríet leigði her-
bergi hjá móður Hannesar í Reykjavfk. Kynni Bríetar við fjölskyldu Hann-
esar Hafsteins á sér þó dýpri rætur auk þess sem kvenréttindakonan Bríet
vissi, eins og stallsystur hennar víða um heim, að persónuleg tengsl við
valdakarla var mikilvægt baráttutæki í kvenfrelsisbaráttu aldamótanna
1900. Þetta er greinilegt í samskiptum Bríetar og Hannesar Hafsteins.
Matthías eyðir miklu rými í ævi Valdimars Ásmundssonar. Um hann
skrifar Matthías af einstakri næmni og skilningi, reynir að skilja Valdimar
og skynja og tekst afar vel upp, hvað sem okkur kann að þykja um ná-
kvæmar sviðsetningar og innlifanir. Það má hins vegar velta því fyrir sér
hvaða erindi svo ítarleg frásögn af lífi Valdimars eigi í ævisögu sonar hans.
Ef rökin eru þau að líf og starf foreldranna móti söguhetjuna má á móti
benda á ósamræmi í umfjöllun höfundar um þau Valdimar og Bríeti. Bríet
fær mun minna vægi og ekki er farið um hana sömu nærgætnu höndum
skilnings og virðingar. Höfundur styðst fyrst og fremst, reyndar um of, við
bók Bríetar Héðinsdóttur leikkonu, Strá í hreiðrið. Bók um Bríeti Bjarnhéðins-
dóttur byggð á bréfum hennar (1988), sem opnaði okkur nýja sýn á Bríeti og
starf hennar. Sjá má orðfæri Bríetar Héðinsdóttur og hugmyndir í texta
Matthíasar, stundum án þess að til hennar sé vitnað sérstaklega (sjá t.d.
Uglulíkinguna á bls. 22 í BH og bls. 80 hjá MVS). Ég hafði á tilfinningunni
að gerður hefði verið útdráttur úr bók Bríetar Héðinsdóttur til þess að
byggja á og vinna frekar. En þegar upp var staðið, vísvitandi eða vegna
tímaskorts, var minna unnið úr en skyldi.
Matthías nýtir Kvennablaðið (1895-1919) til þess að finna hugmyndum
Bríetar stað, einkum í því sem snýr að barnauppeldi (hvernig eigi að ala
upp stráka) og framkomu eiginmanna við eiginkonur (til að lesa í hjóna-
band þeirra Valdimars og þó einkum í Valdimar). Kvenfrelsisbaráttan fær
ótrúlega lítið pláss í bókinni. Sú mikla kvenfrelsisumræða og vitundar-
vakning sem varð t.d. á síðasta áratugi 19. aldar drukknar í ólykt og skít.
Og þannig fer um fleira sem var að gerast í íslensku þjóðlífi á þessum tíma:
aukin menntun alþýðu, breytingar í atvinnumálum, fólksflutningar, fram-
farahugmyndir og framkvæmdir athafnamanna. Þetta týnist í sögum af því
fólki sem skilja má á Matthíasi að hafi verið eitt um að gára spegilslétt yfir-
borð meintrar kyrrstöðu.
Matthías byggir mjög á blaðagreinum Valdimars og Bríetar, einnig
sendibréfum, þegar hann varpar ljósi á skoðanir þeirra eða almenn viðhorf