Saga - 2005, Page 237
RITDÓMAR
235
Sigríður Matthíasdóttir, HINN SANNI ÍSLENDINGUR. ÞJÓÐERNI,
KYNGERVI OG VALD Á ÍSLANDI 1900-1930. Háskólaútgáfan.
Reykjavík 2004. 408 bls. Heimildaskrá, nafnaskrá. English Summary.
Bókin Hinn sanni fslendingur er ritgerð sem Sigríður Matthíasdóttir lagði
fram til doktorsvarnar við Háskóla íslands 4. júní 2004 og hlaut lofsamleg-
an dóm fyrir (sjá t.d. hausthefti Skírnis 2004). Bókin er því fræðilegs eðlis og
þarf að lúta kröfum sem til slíkra ritgerða eru gerðar. Þess háttar bækur
verða gjaman þungar aflestrar hinum almenna lesanda, því að doktorsrit-
gerðir eru ekki skrifaðar með almenning í huga heldur fræðasamfélagið þar
sem gjarnan er talað tungum óskiljanlegum óinnvígðum. Bók Sigríðar
Matthíasdóttur er ekki þessu marki brennd. Hún er mjög aðgengileg hverj-
um sem er — án þess þó að slakað sé á nokkru í fræðilegum efnum. Kápu-
mynd er vel við hæfi og vekur athygli á efninu. Frágangur er með ágætum
þótt óneitanlega kunni bókasöfnurum að þykja heldur naumt skammtað
bandið á svo vönduðu verki. Full ástæða er til þess að óska höfundi og út-
gáfu til hamingju með vel unnið ritverk.
Bókin skiptist í sjö kafla að viðbættum niðurstöðum. í fyrsta kafla bók-
arinnar er gerð ítarleg grein fyrir rannsókarefni og heimildum auk aðferða-
fræðilegs yfirlits. Þar gerir Sigríður grein fyrir helstu kennimönnum og
-konum sem urðu henni leiðarhnoð í glímunni við íslenska þjóðernisstefnu,
tilurð hennar, birtingarmyndir og þróun frá því um aldamótin 1900 fram til
ársins 1930. Það er stundum sagt um sagnfræðinga, einkum hina íslensku,
að beiting kenninga sé þeirra veikasta hlið. En Sigríður bæði fjallar um og
beitir kenningum með afar yfirveguðum hætti. Lesandinn er ekki í neinum
vafa um hversu mikilvægar umræddar kenningar eru fyrir rannsóknir á
þjóðernisstefnu og framsetningin er skýr. Hér bregður m.a. fyrir John
Hutchinson, Benedict Anderson, Gunnari Karlssyni, Anthony Giddens og
Emest Geller — ekki í því skyni að sýna hversu vel höfundurinn er lesinn
heldur til þess að leggja grunn að því sem síðar kemur. Með sama hætti er
gerð skilmerkileg grein fyrir kenningum í kynjasögu, sem auðvelda mönn-
um að skoða rannsóknarefnið. Hér koma m.a. við sögu Nira Yuval-Davis,
Bente Rosenbeck, Leonore Davidoff og Katherine Hall, að ógleymdri Joan
W. Scott, sem með riti sfnu Gender and the Politics of History lagði traustan
grunn að rannsóknum í kynjasögu á sínum tíma. Útkoman er hin læsileg-
asta og sagan rennur greiðlega fram þrátt fyrir ítarlegar tilvitnanir og neð-
anmálsgreinar. Sigríður Matthíasdóttir sýnir svo ekki verður um villst að
fræðafólk getur skrifað aðgengilegan texta um kenningar.
f öðmm, þriðja og fjórða kafla bókarinnar sýnir höfundur fram á hvern-
ig hugmyndir um hið íslenska þjóðerni tóku stakkaskiptum í byrjun 20.
aldar. Fjölnismenn höfðu þá hugmynd í farteskinu að þjóðveldisöldin hefði
verið blómatími í sögu þjóðarinnar og Jón Sigurðsson bætti um betur með
því að hnýta aftan við að frelsi landsins og sjálfstæði á þjóðveldisöld hefði
verið orsök þess blómaskeiðs. Hinir feikivinsælu fyrirlestrar er Jón J. Aðils