Saga - 2005, Blaðsíða 239
RITDÓMAR
237
leg íhaldssemi náði æ fastari tökum á þjóðernisgoðsögninni á árunum milli
stríða. Margir sáu hnignun evrópskrar menningar í borgarmenningunni og
áhrifum nútímafrelsishugmynda, svo sem í lýðræðisþróun, nútímaþing-
ræði, sósíalisma og í kvenréttindahreyfingunni sem margir töldu raunar
uppruna nær alls ills. f Evrópu óx skoðunum af þessu tagi mjög ásmegin
með uppgangi nasista í Þýskalandi. Hér má benda á hóp þýskra mennta-
manna, einkum úr hópi gyðinga, sem flúði tiltölulega snernma frá Þýska-
landi og haslaði sér völl í félagsvísindum í Bandaríkjrmum. Margir gátu sér
þar gott orð fyrir skarpa þjóðfélagsrýni en jafnframt mikla svartsýni í garð
lýðræðis og lýðræðisþróunar. Hér má benda á Hönnu Arendt, Thodore
Adorno, Max Horkheimer, Herbert Marcuse og Eric Fromm. Öll bera þau
merki uppruna síns, enda vart við öðru að búast. Ef setja ætti saman djarf-
lega sameiginlega niðurstöðu þeirra um þjóðfélagið og almenna þjóðfélags-
þróun frá heimsstyrjöldinni fyrri til þess dags er þau dóu (flest þeirra eru
nú látin) yrði hún einna helst þessi: Nútíminn með sínu lýðræði er vara-
samur.
Sigríður gerir raunar ekki grein fyrir þessum þræði þjóðernisgoðsagna
en hann er nefndur hér til að sýna að uggur vegna nútímans gegnsýrði í
raun allt hið vestræna samfélag fram undir miðja síðustu öld, að minnsta
kosti. Kannski má segja að hinn íhaldssami partur íslenskrar þjóðernis-
stefnu hafi verið vestræn endurspeglun af áhyggjum yfir hinum ógurlega
nútíma, þar sem konur nýttu sér nýfengið frelsi til þess að kasta gömlum
kvenbúningum, klippa á sér hárið og jafnvel reykja vindlinga. Heims-
styrjöldin fyrri hafði klippt á hugmyndir um framfarir mannsandans svo
um munaði. Alþýðan hafði svo sannarlega lítinn áhuga á stjórnmálum og
öðrum æðri málefnum, heldur virtist hún sveigjast í allar áttir eins og reyr
fyrir vindi. Hér reið á að leggja réttan kúrs.
Barátta íslendinga fyrir sjálfstæði og sköpun þjóðernisgoðsagnar fór
fram á sama tíma og kvenþjóðin vaknaði til vitundar og hóf að krefjast rétt-
inda, líkt og gerðist í nágrannalöndum okkar. Gæta fór aukinnar andstöðu
við kvenréttindi víða á Vesturlöndum á öðrum áratug aldarinnar. í fimmta,
sjötta og sjöunda kafla bókarinnar gerir Sigríður grein fyrir því hvernig
þjóðernisgoðsögnin blandaðist kvenréttindabaráttunni hér á landi. Gamlir
stjórnmálaforingjar sem talað höfðu fyrir réttindunr kvenna hurfu af vett-
vangi og auðu sætin fylltu menn af öðrum toga, meim sem drukkið höfðu
í sig goðsögnina um hinn sanna íslending og voru áhugalausir um réttindi
kvenna og sumir jafnvel andstöðumenn.
Sigríður rekur vendilega hvernig einstaka kvenréttindakonur lögðust á
sveif með kenningunni um hinn sanna íslending og töldu kvenþjóðinni
best borgið við ýmsa búsýslan og að hún hefði lykilhlutverki að gegna við
mótun íslendingsins. Þar voru áberandi Sigrún Blöndal, Ragnhildur Pét-
ursdóttir og Halldóra Bjarnadóttir. Athygli vekur að lítið samræmi var milli
orða og aðgerða þessara kvenna; á sama tíma og þær buðu að æðsta tak-
mark og skylda hverrar konu væri að hugsa vel um fjölskylduna og ala