Saga - 2005, Page 240
238
RITDÓMAR
böm sín upp í þjóðlegum anda voru þær sjálfar á ferð og flugi um allar jarð-
ir við boðun húsmæðrahugmyndafræðinnar. Sigríður bendir á að þetta hafi
verið eina leið umræddra kvenna til valda, og karmski má bæta við: greið
leið þeirra til atvinnu. Athyglisvert er einnig, að þær Ragnhildur og Hall-
dóra menntuðust í Noregi þar sem húsmæðrahugmyndafræðin varð mjög
áberandi þáttur kvennabaráttunnar er kom fram á 20. öldina. Sigrún nam
við lýðháskóla í Danmörku en virðist hafa tileinkað sér þessar hugmyndir
af sérstakri alúð og að mati Sigríðar var hún skýrasti talsmaður stefnunnar
og setti fram heildstæðustu kenninguna.
Á landsfundi kvenna árið 1930 tókust á kvenréttindastefna aldamótaár-
anna og húsmæðrahugmyndafræðin. Átökin hverfðust um hið nýstofnaða
Kvenfélagasamband íslands, sem mæðgumar Bríet Bjamhéðinsdóttir og
Laufey Valdimarsdóttir kölluðu „húsmæðrasambandið", og deilur urðu
um hvort sambandið skyldi taka yfir öll málefni kvenna í landinu. Kven-
réttindafélag íslands hélt velli, en kvenréttindastefnan naut takmarkaðs
fylgis forystukvenna í landinu. Kvennaskólarnir breyttust í húsmæðraskóla
(nema Kvennaskólinn í Reykjavík) og húsmæðraskólum var komið á fót
um land allt, þvert á mótmæli kvenréttindakvenna á borð við Bríeti Bjarn-
héðinsdóttur og Ingibjörgu H. Bjarnason. Hin beinskeytta kvenréttinda-
stefna aldamótaáranna með sterkum stjórnmálaafskiptum hjaðnaði.
Kvenfélagasamband íslands óx hins vegar og dafnaði. Ekki hjálpaði það
kvenréttindahreyfingunni að hún átti ekkert málgagn eftir 1929 og átti því
ekki greiðan aðgang að konum landsins.
Þótt Sigríður Matthíasdóttir dragi upp skýrar átakalínur í riti sínu
bendir hún margsinnis á að taka beri alhæfingum með varúð; þannig var
karlmannsímyndin engan veginn einsleit og hið sama verður ekki heldur
sagt um kvenmannsímyndina. Þó bendir margt til þess að hin síðarnefnda
hafi fest sig meira í sessi í vitund ráðamanna jafnt sem almennings í land-
inu. Kvenréttindahreyfingin hafði fengið miklu áorkað á fyrstu tveimur
áratugum aldarinnar og konur urðu viðurkenndir leiðtogar á sínu sviði,
fengu fulltrúa í bæjarstjórn Reykjavíkur, á Akureyri og Seyðisfirði. Ingi-
björg H. Bjarnason var kjörin á þing af Kvennalista árið 1922 og var ötull
málsvari kvenna alla sína þingsetu, þótt óneitanlega hafi sett strik í reikn-
inginn að hiin var einn stofnenda þingflokks sem kallaði sig íhaldsflokkinn
árið 1924. Ragnhildur Pétursdóttir var ein þeirra er voru afar ósáttir við
þetta tiltæki Ingibjargar og hefur eflaust ekki talið sig skuldbundna kven-
réttindahreyfingunni upp frá því. Um og upp úr 1930 hafði nær öllum
konum verið ýtt til hliðar úr stjórnmálum og þær fengu ekki einu sinni að-
gang að stjómarnefnd Landspítalans, þessu glæsta minnismerki um kosn-
ingarétt kvenna sem þær höfðu sjálfar átt frumkvæði að og lagt mikið fé til.
Almennt má segja að í stað framsóknar kvenna á öllum sviðum þjóðlífsins,
eins og kvenréttindakonur aldamótaáranna stefndu að, hafi komið stöðnun
og jafnvel hnignun. Aldamótakonur fóru margar hverjar utan til Norður-
landanna í hvers kyns menntunarleit, en nú virtust flestar leiðir lokaðar