Saga - 2005, Page 247
RITFREGNIR
245
sem engin ný tíðindi að margt sé með miklum ólíkindum sem ratað hefur
inn í kenningar kirkjunnar á þeim 20 öldum sem þær hafa verið að mótast.
Það væri þó fróðlegt að fá viðbrögð trúmanna, og þá ekki síst kaþólskra,
við nálgun Jóns og því sem hann lýsir.
Suðurhluti Frakklands, lönd Baska og átakasvæði kristinna og múslima
á miðöldum á Spáni eru í sjálfu sér spennandi svæði sem vert er að kynn-
ast nánar. Vilji lesendur að auki fá innsýn í hugmyndaheim og helstu við-
burði ár- og hámiðalda sé ég ekki að til sé hentugri eða skemmtilegri leið
en að bregða sér á Jakobsveginn með höfundi bókarinnar.
Eiríkur K. Bjömsson
THE CAMBRIDGE HISTORY OF SCANDINAVIA. VOLUME I.
PREHISTORY TO 1520. Ritstjóri Knut Helle. Cambridge University
Press 2003. 872 bls. Heimildaskrá, atriðisorðaskrá, ljósmyndir, teikn-
ingar, kort og töflur.
Fyrsta bindi af þremur í röðinni The Cambridge History of Scandinavia hefur
það að markmiði að safna saman nýjustu þekkingu um Norðurlönd á for-
sögulegum tíma og miðöldum, fram til ársins 1520 (xix). Ritstjóri bókarinn-
ar vekur athygli á takmörkunum slíks rits í formála, en segir að stefnt hafi
verið að því að samþætta undirstöðuþekkingu meginviðfangsefna fræð-
anna með því að skipta bókinni niður eftir efnisatriðum sem taka til allra
Norðurlandanna, en hafa auk þess sérstaka kafla um hvert ríki fyrir sig þar
sem við á (xix-xx). Tuttugu og átta fræðimenn eiga greinar í bókinni, flest-
ir prófessorar eða forstöðumenn rannsóknarstofnana í Danmörku, Noregi,
Svíþjóð, Finnlandi og á íslandi, en einnig frá Englandi og Þýskalandi. Þar
af eru tveir íslendingar, Magnús Stefánsson, prófessor emeritus í Björgvin,
og Vésteinn Ólason, forstöðumaður Árnastofnunar í Reykjavík.
Efni bókarinnar er skipt í sjö hluta, eftir tímabilum og efni, en í hverjum
hluta eru nokkrir kaflar. Fyrst eru teknir fyrir landshættir og forsaga nor-
rænna manna í Danmörku og í Skandinavíu, þá menning víkinga og ferðir
þeirra, en í þriðja hluta er viðfangsefnið hag- og byggðasaga fram til 1350.
Fjórði hluti fjallar um konungdæmi hámiðalda og samskipti þeirra við
kirkjuna, fimmti hluti er helgaður menningu og hugmyndasögu þess tíma-
bils, en síðustu tveir hlutarnir fást við síðmiðaldir. Þar er fyrst fjallað um
mannfjöldafræði, stéttir, aðstæður í borgum og sveitum en að síðustu er
tekið fyrir stjórnmálakerfi og samskipti ríkja Norðurlandanna. Að lokum
dregur ritstjórinn saman þræði í niðurstöðukafla.
Gildi yfirlitsrita hefur verið umdeilt meðal íslenskra sagnfræðinga und-
anfarið og er við því að búast að slíkt rit orki frekar tvímælis nú en áður.
Hins vegar hefur ekki farið mikið fyrir yfirlitsritum um sögu í seinni tíð og