Saga - 2005, Page 248
246
RITFREGNIR
ber að fagna endurnýjun á því sviði, því að hvernig sem á það er litið hlýt-
ur nýtt rit að taka gömlu fram, ekki síður þegar um yfirlitsrit er að ræða.
Þetta á við hvort sem það er ætlað almenningi eða þeim sem hafa faglegan
áhuga á efninu.
Bókin er í raun greinasafn með allítarlegum greinum um afmörkuð efni
á tilteknu tímabili og er þannig allt annars eðlis en yfirlits- og kennslubók
Haralds Gustafssons, Nordens historia. En europeisk region under 1200 ár
(Lundi 1997). The Cambridge History of Scandinavia hentar þannig fyrir hvem
þann sem hefur hug á að afla sér grunnupplýsinga um tiltekið efni, eða um
ákveðið samhengi í Norðurlandasögu, en fslandssaga líður á köflum fyrir
einangrun sína. Greinarnar eru fræðilegar og í þeim er vísað til heimilda og
ættu þær því að nýtast sem ítarefni fyrir nemendur í íslandssögu, jafnt ís-
lenska sem enskumælandi, en tilfinnanlegur skortur er á lesefni fyrir er-
lenda stúdenta í þeirri grein.
Helsta nýjung bókarinnar felst ef til vill í því að hafa forsögu landanna
með annarri sögulegri umfjöllun, en almennt aðgengi að niðurstöðum forn-
leifarannsókna hefur ekki verið auðvelt hingað til og íslendingum hefur lítt
verið kenndur og kynntur eldri uppnmi sinn umfram það sem stendur í ís-
lendingasögum. Það er jafnframt mikill kostur hversu fjölbreytt og víðtækt
efni ritsins er.
Efni bókarinnar hlýtur þó að vera misgagnlegt, þar sem vinnsla hennar
tók langan tíma, og má ætla að upplýsingamar í henni séu aldrei yngri en
frá 1995. Þær teljast því varla til nýjustu þekkingar og breytingar gætu hafa
orðið á grunnþekkingu sumra rannsóknarsviða á þeim tíu árum sem liðið
hafa. Þetta þarf hver og einn því að kynna sér samhliða lestrinum, en það
gildir raunar jafnan um fræðilegt efni.
Skandinavía, sem á enskri tungu tekur yfir Norðurlöndin öll, er stórt
svæði með fjölbreytilegu mannlífi. En þótt Samar og Finnar búi á svæðum
sem teljast til Norðurlandanna núna, er ekki auðvelt að fella þeirra sögu inn
í þá sem sögð er í The Cambridge History of Scandinavia. Þótt saga Finna þar
sé af og til tengd við sögu norrænna manna á miðöldum, er sáralítið talað
um Sama, og íbúar Grænlands af öðrum uppruna en norrænum koma ekk-
ert við sögu í þessari bók. Það er spurning hvort ekki hefði verið heiðar-
legra að vísa beinlínis í norræna menn í titlinum, því að þegar allt kemur til
alls er bókin um þá og aðeins þá.
Lára Magnúsardóttir