Saga - 2005, Side 249
RITFREGNIR
247
NORTHERN REVOLTS. MEDIEVAL AND EARLY MODERN PEA-
SANT UNREST IN THE NORDIC COUNTRIES. Ritstjóri Kimmo
Katajala. Studia Fennica — Historia 8. Finnish Historical Society.
Helsinki 2004. Höfundar: Kimmo Katajala, Harald Gustafsson, Kenn-
eth Johansson, Magne Njástad, Árni Daníel Júlíusson, Karin Sennefelt,
Mia Korpiola. 299 bls. Heimildaskrá, nafna- og atriðisorðaskrár.
Bændauppreisnir hafa ekki skipað stóran sess í íslenskri sagnaritun til
þessa og því hefur það gjarna farið nokkuð fram hjá íslendingum hve mik-
ilvægar þær eru í Evrópusögunni. Sagnaritun um bændauppreisnir fjallar
um átök, og útgangspunkturinn hlýtur að vera sýn á samfélagið þar sem
áhersla er lögð á togstreitu og andstæða hagsmuni mismunandi hópa og
hvernig slík átök eru til lykta leidd. íslensk sagnaritun hefur yfirleitt ekki
tekið mikið mið af slíkri samfélagsgreiningu og þegar fjallað er um átök
hafa íslenskir sagnfræðingar oft túlkað þau í ljósi persónusögu, sem baráttu
milli einstakra manna eða ætta, eða í ljósi þjóðernissinnaðrar söguskoðun-
ar, sem átök milli íslendinga og Dana eða Norðmanna. Það er því nokkuð
nýstárlegt að í riti sem fjallar um uppreisnir og óhlýðni bænda á Norður-
löndum skuli ísland tekið með.
Sú bók sem hér um ræðir er ávöxtur sameiginlegs norræns rannsóknar-
verkefnis: Peasant Revolts in the Nordic Countries 1300-1800. Upphaflega
voru þátttakendur frá öllum sjálfstæðu ríkjunum á Norðurlöndum en eini
Daninn í hópnum heltist úr lestinni þannig að ekki er fjallað sérstaklega um
Danmörku í ritinu, og er það mjög miður. Ritstjórinn er finnskur og fimm
af sjö meðlimum hópsins koma frá Svíþjóð og Finnlandi þannig að í bók-
inni er nokkur slagsíða sænska ríkinu í vil en dansk-norska ríkið verður dá-
lítið út undan. Eins og titill bókarinnar ber með sér er hún skrifuð á ensku
en það er orðið býsna algengt um norræn fræðirit, einkum þau sem inni-
halda efni frá fleiri en einu landi. Sumum áhugamönnum um norræna sam-
vinnu kann að þykja þetta miður en ég er viss um að margir íslendingar eru
fegnir að fá rit af þessu tagi á tungumáli sem er þeim tamara en Norður-
landamálin. Þetta val endurspeglar líka stöðu enskunnar sem sameiginlegs
máls vísinda og fræða og löngunina til að ná til stærri lesendahóps en ella.
Nálgun bókarinnar tekur töluvert mið af „kommúnalisma" Peters
Blickles sem gerir ráð fyrir að á 14. og 15. öld hafi samfélögin á hverjum
stað, þorp eða bæir, sjálf tekið við stjórn sinna mála: vörnum, löggæslu eða
samvinnu um skipulag framleiðslu. Áður hafði lénsherrann eða höfðinginn
á höfuðbólinu stjórnað þessu en nú tók „kommúnan" við og gat jafnvel
notað skipulagið sem þannig þróaðist til árása, sem auðvitað er mikilvægt
atriði þegar kemur að bændauppreisnum. Hugmyndir Blickles eiga eink-
um við kjamasvæði „lénsskipulagsins" en skipta einnig máli fyrir Norður-
lönd þar sem svipað skipulag bænda hafði verið við lýði frá fornu fari.
Þessar stofnanir bændasamfélagsins létu til sín taka á síðmiðöldum og ár-
nýöld, að nokkru í andstöðu við gamla aðalinn en stundum einnig sem