Saga - 2005, Blaðsíða 251
RITFREGNIR
249
un um óróa og átök á íslandi fullkomlega eðlilegur hluti af umræðunni.
Kafli Árna Daníels er allur hinn forvitnilegasti en meginniðurstaða hans er
sú að tala megi um tvenns konar samfélagsátök á íslandi. Annars vegar
átök íslensku yfirstéttarinnar, með bændur að baki sér (oft í svokölluðum
„vemdarkerfum"), við konungsvaldið um skatta og skyldur eða verslunar-
hætti. Enda fóru þar saman hagsmunir bænda og landeigenda. Hins vegar
var einnig togstreita á milli bænda og landeigenda, einkum um landskuld
og leigur, allt það tímabil sem hér er fjallað um (1300-1800). Styrking ríkis-
valdsins, í kjölfar siðskiptanna 1550, skiptir hér meginmáli þar sem ríkis-
valdið átti það til að skerast í leikinn bændum í vil og taka við því hlutverki
gömlu verndarkerfanna að tryggja öryggi fólks — og gerði það mun betur.
Styrking konungsvalds hefur því almennt verið bændum til verulegra
hagsbóta á íslandi, sem er nokkuð merkileg niðurstaða í ljósi hefðbundinn-
ar söguskoðunar þar sem erlendum yfirráðum er kennt um allt illt í sögu
íslands. Sú söguskoðun er sem betur fer á undanhaldi.
í heild má segja að þetta rit sé afar áhugavert fyrir alla sem áhuga hafa
á sögu Norðurlanda og ekki síður fyrir þá sem vilja skoða sögu íslands í
tengslum við sögu annara landa fremur en sem einangrað fyrirbæri norður
í Ballarhafi.
Axel Kristinsson
Káre Lauring. BYEN BRÆNDER. K0BENHAVNS BRAND 1728.
Gyldendal. Kobenhavn 2003. 135 bls. Myndir, kort, heimildaskrá,
myndaskrá, staða-, efnisorða- og heitaskrá, mannanafnaskrá.
Eldsvoðinn í London árið 1666 var líklega sá mesti sem hrjáð hafði evr-
ópska borg áður en nútíminn gekk í garð með sínum stórstyrjöldum, en
bruni Kaupmannahafnar dagana 20.-23. október 1728 er talinn honum
næstur að umfangi. Á næstu tveimur öldum urðu ýmsir stórbrunar í Kaup-
mannahöfn en enginn þeirra olli jafnmiklu tjóni og eldurinn sem geisaði í
höfuðborg Danaveldis samfellt í fimm dægur á mörkum sumars og vetrar
árið 1728. Kaupmannahöfn hafði allt frá miðöldum verið víggirt með veggj-
um og síkjum sem umluktu þessa gömlu, þéttbyggðu borg og þröngar og
hlykkjóttar götur hennar. Þegar kom fram á 17. öld var þörf fyrir stækkun
borgarinnar orðin aðkallandi og ekki síður brýnt að endurbæta og stórefla
varnir hennar á viðsjárverðum tímum. Konungsvaldið réðst því í geysi-
miklar framkvæmdir til þess að bæta úr þessu hvoru tveggja; varnarvirkin
voru færð utar og Christianshavn að sunnan og svæðinu til austurs frá
gamla bænum, sem seinna var nefnt Frederiksstaden, aukið við rammlega
víggirtan höfuðstaðinn.
Eldurinn kom upp í gamla borgarhlutanum að kvöldi 20. október og á
næstu 60 klukkustundum eyddi hann um helmingi bygginga sem þar