Saga - 2005, Page 254
252
RITFREGNIR
ráðandi á Norðurlöndum, á meðan franskra áhrifa gætti í minna mæli. Á
18. öld virðist leibniz-wolffískra áhrifa hafa gætt jafn mikið í Kaupmanna-
höfn sem í Ábo, ef marka má greinar Birgittu Berglund-Nilsson frá Karlstad
Universitet og Jyrki Siukonen frá Helsinki eða grein Henrys Alexanders
Henryssonar um hinn allsendis óþekkta Þorleif Þorleifsson. Sjá má af grein
Guðmundar Háldanarsonar sem og Jógvans í Lon Jacobsens, „Jens Chr.
Svabo og upplysingstiden pá Færöerne", að Herder átti hug og hjörtu hjá-
lendra menntamanna í Höfn á 19. öld.
Þó að þýsk áhrif upplýsingarinnar séu það sem tengir flestar greinar
saman þá er ekki þar með sagt að höfundar nálgist efnið á sama hátt.
Sænski metsöluhöfundurinn Marie-Christine Skuncke veltir upp þeirri
spurningu hvort til hafi verið sænsk upplýsingarstefna og kemst að þeirri
niðurstöðu að svo hafi verið og að upplýsingarstefnur hafi í raun verið
margar og hver um sig með þjóðlegum brag. Þessi umræða Skuncke er alls
ekki ný af nálinni og byggist í raun á bólu sem hófst í Svíþjóð með Tore
Frángsmyr fyrir hartnær 30 árum en hefur nú hjaðnað að mestu, ekki síst
fyrir erlend áhrif, þ.e. í takt við að aðrir sagnfræðingar hafa almennt viður-
kennt fjölbreytileika upplýsingarinnar. Ingi Sigurðsson gerir líka vandmál
Skuncke að engu í umfjöllun sinni um Magnús Stephensen, þegar hann út-
skýrir á einfaldan og skýran hátt áhrif og þróun upplýsingarinnar í Dana-
veldi. Hér bendir Ingi á þá staðreynd að stór hluti af menningarlífi íslend-
inga hafi farið fram utan landsteinanna, þ.e. í Kaupmannahöfn, og þar með
verið undir sterkum áhrifum frá þeirri útgáfu upplýsingarinnar sem þróað-
ist innan menningargeira höfuðborgarinnar.
Mér finnst rétt að benda á að þrátt fyrir að höfundar bókarinnar tilheyri
ólíkum fræðigreinum er bókin að mestu afar heilsteypt og fróðleg. Sem
dæmi mætti nefna grein Guðrúnar Ingólfsdóttur, „In Praise of Polly and In
Praise of Lying", sem er fræðileg og þung aflestrar en innihaldsrík en mér
þótti hún einna fróðlegust af greinum bókarinnar. Grein Sigurðar Péturs-
sonar, „Fyre latinske digte og deres betydning i en trængseltid", vekur aft-
ur upp spumingar um hvort íslenskir sagnfræðingar séu nógu duglegir við
að koma rannsóknum sínum á framfæri við fræðimenn annarra vísinda-
greina. Grein Sigurðar fjallar um mjög athyglisvert efni, þ.e. íslensk þakk-
arljóð til Norðmanna fyrir veitta aðstoð undir lok 18. aldar. Sigurður út-
skýrir gaumgæfilega merkingu ljóðanna fyrir lesendum. Það sem ég geri
athugasemdir við er að hann rökstyður á stundum túlkun sína með því að
vísa í söguskoðun sem byggð er á veikum gmndvelli eldri rannsókna.
í heild sinni er þetta rit ágætis vitnisburður um hversu lík norrænu
menningarsamfélögin eru að mörgu leyti og hvað samstarf norrænna
fræðimanna getur verið frjósamt.
Einar Hreinsson