Teningur - 01.05.1990, Síða 32

Teningur - 01.05.1990, Síða 32
30 / BRETASÖGUR TTMOTHY MO BARDAGINN Á VEITINGAHÚSINU Á móti kínverska veitingahúsinu, Yuet Hop, í Twickenham var þrem bílum lagt: tveimur Ford Cortína og einum Cítróen. Allir voru þeir fjög- urra dyra og um morguninn höfðu þeir verið fjarlægðir frá bílastæði við Shaftesbury Avenue og númerunum breytt. Rauði Lurkurinn sat í Cítróen bílnum, sem var í miðjunni, en Járn- plankinn í aftari Cortínunni og Nátt- bróðir í fremsta bílnum. Klukkan var hálf tíu að kvöldi. Árásin átti að hefj- ast klukkan tíu, svo óvinurinn hefði tíma til að verða sem drukknastur. Drukknir menn voru auðveld bráð, einsog Náttbróðir hafði bent á. Hann lagði ekkert annað til málanna þegar árásin var skipulögð. Bardagamennir tveir höfðu viljað leggja til atlögu fyrr en sáu síðan kostina við tímaáætlun Náttbróðurs. Að öðru leyti höfðu Rauði Lurkurinn og Járnplankinn samið hernaðaráætlunina. Það voru aðeins fjórir menn í hverjum bfl. Einn stæði vörð með bíl- inn í gangi á meðan hinir færu inn. Þetta þýddi níu árásarliða. Nátt- bróðir hafði óttast að það væri of lítið. Inni í veitingahúsinu voru að minnsta kosti tuttugu manns að skemmta sér. Honum leist ekki á útlitið, jafnvel þó að þeir væru ódrukknir og vopnaðir en hinir óvopnaðir og fullir. Rauði Lurkurinn hafði útskýrt að í takmörkuðu rýminu yrði það bara til vandræða ef þeir væru fleiri en níu. Þeir mundu detta um borð og stóla og jafnvel berja hver annan þegar þeir tækju bakföll. „Jafnvel út í víðáttunni geturðu ekki notað fleiri en þrjá menn til að ráðast samtímis á einn. Návíginu eru takmörk sett.“ Það var einnig mikilvægt að komast fljótt burt. Bílarnir urðu að vera í gangi og tilbúnir að Ieggja af stað. Eins urðu ökumennirnir að vera á varðbergi gagnvart glæpamönnum á vegum hins opinbera. Rauði Lurkurinn hafði reiknað það út að á fyrstu tíu sekúndum bardag- ans ættu þeir að geta drepið eða barið til óbóta að minnsta kosti sex eða sjö manns. Þeir sem eftir væru ættu þá allt sitt undir náð og miskunn rudda- fenginna og blóðþyrstra bardaga- manna sem allir voru vel vopnum búnir. Þá mundu árásarmennirnir sjö láta til skarar skríða. Á meðan mundu Járnplankinn og Rauði Lurkurinn að leita höfuðpaur óvinar- ins uppi, króa hann af og drepa. Sam- kvæmt úri Rauða Lurksins var klukkan korter í tíu. Hann steig út úr Citróen bílnum og gaf liðinu merki um að fylgja sér. Hann hafði alltaf ætlað að leggja til atlögu fimmtán mínútum áður en áætlað var til að minnka þá líkamlegu áreynslu sem fylgdi taugaálaginu í liði hans. Þeir voru ekkert að hafa fyrir því að fela vopnin. Á auðri götunni huldi myrkrið þá og óvinurinn sat veislu við tvö borð á miðri jarðhæðinni. Maður- inn með öxina gekk fyrstur inn um dyrnar, feti á undan mönnunum með sveðjuna. Hann hélt vopninu niðri. Hann hóf öxina á loft og hjó á milli herðablaðanna á manni sem drakk bjór. Mennirnir sem sátu honum til beggja handa þutu upp og stóðu áður en maðurinn með öxina gat lyft henni á ný. En í hringiðu fallandi stóla og fátinu sem greip um sig voru hinir árásarmennirnir nú mættir til leiks. En þá hafði maðurinn með öxina á ný reitt til höggs og hæft sitjandi mann í höfuðið. Það heyrðust brestir, einsog þegar kókóshneta er brotin á frost- þungum morgni. Á sama tíma höfðu mennirnir með sveðjurnar stungið sex eða sjö sinnum með sínum léttu vopnum. Borðdúkurinn var blóð- ugur; óp hinna særðu blönduðust siguröskrum árásarmannanna. Á þessum fyrstu tíu sekúndum höfðu átta menn verið teknir úr umferð. En hitt borðið var ósnert, borðs- gestir felmtri slegnir. Rauði Lurkur- inn lét manndrápin allt í kring sem vind um eyru þjóta. Þess í stað stóð hann og sveiflaði langri hnútasvipu með vinstri hendinni. Hann hæfði tvo menn í andlitið og felldi þá báða. Hann linaði takið og stóð síðan með kjöthnífinn á meðal hinna flýjandi manna. Hann beygði sig niður, stakk á hol með stuttum og hnitmiðuðum stungum, í nárann og kviðinn. Síðan felldi hann tvo í viðbót. Mennirnir sem svipan hæfði höfðu rotast án þess að gefa frá sér hljóð; en þessir æptu. Stálglampar sáust í munni Rauða Lurksins. Annar sem svipan hæfði var risin á hnén. Á teppinu fyrir framan hann glitruðu blóðugar tenn- urnar einsog perlur. Hann hélt hönd- unum um mölbrotinn kjálkann.

x

Teningur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.