Teningur - 01.05.1990, Page 45

Teningur - 01.05.1990, Page 45
BRETASÖGUR / 43 kafli hverrar í senn: sú fyrsta fjallar um ungan saklausan myndlistarnema Graham Park sem er ástfanginn af sér reynslumeiri stúlku, önnur greinin frá ofsóknarbrjálæðingnum Steve Grout sem telur sig vera stríðsmann af ann- arri plánetu en jarðarbúa óvinahyski sem kvelur hann með blekkingum, þriðja sagan er geimfantasía sem ger- ist í súrrealískum kastala þar sem hin öldruðu skötuhjú Quiss og Ajani eru innilokuð. Þau þurfa að leysa af hendi hinar flóknustu og ómöguleg- ustu leikja- og spilaþrautir en iang- sóttar lausnirnar veita þeim rétt til að spreyta sig á þverstæðunni „Hvað gerist þegar óstöðvandi kraftur rekst á óbifanlegan hlut?“ Þeim tekst aldrei að svara þessu og þurfa að glíma við nýja spilaþraut að loknu hverju svari. Spurningin er hins vegar táknræn fyrir alla árekstra í sögunum, eigin- lega og óeiginlega. Það virðist í senn þjóna spaugsemi höfundar og alvöru hans við að sanna gildi viðhorfa sinna að láta svo ólíkar sögur tengjast. Fáránlegar tilviljanir tengir þær efnislega en sambærileiki örlaga og athafna persónan er skýr: allar leitast þær við að losna úr tilveru sinni og klífa þröskuldinn yfir í sæl- una: kaflar fyrstu sögunnar heita eftir þeim götum í Lundúnum sem Gra- ham Park á leið um og síðasti kafli þess hlutar ber nafn götunnar þar sem sú heittelskaða býr en þar bíða pilts- ins hræðileg svik. Kaflaheiti sögunnar um brjálæðinginn Grout eru nöfn þeirra jarðarbúa sem hann hittir en kaflaheiti þriðju sögunnar eru eftir spilaþrautunum sem Quiss og Ajani þurfa að leysa. Þungamiðjan í The Bridge er saga hins minnislausa John Orr sem rankar við sér og tekur að lifa á risa- stórri brú, flóknu og hrikalegu mann- virki sem með súrrealískum hætti endurspeglar vestrænt nútímaþjóð- félag. A brúnni hefur Orr það sér- kennilega en vellaunaða starf að vera sjúklingur hjá virtum geðlækni sem árangurslaust reynir að grafast fyrir um fortíð hans. Þessari sögu tengist leynt og ljóst urmull annarra sagna og mynda en mestu máli skiptir þar líf ungs verkfræðings og brúarhönnuðar sem lendir í bílslysi og dauðadái. Hann birtist í sjónvarpsskerminum hjá John Orr án samhengis við sjón- varpsdagskrána. Undir lok sögunnar renna þeir saman og í ljós kemur að allt sem gerst hefur á brúnni eru draumar verkfræðingsins í dauðadá- inu. Hér er skemmtilega farið með líkinguna um brúna milli lífs og dauða. í fimmtu skáldsögu Banks, Espe- dair Street má greina nýja hlið á grunnþemum höfundarins: sem fyrr má maðurinn sín einskis gegn blindum krafti tilviljunarinnar en til- viljunin getur líka snúið lífi fólks til óvæntrar gæfu jafnvel þó að það breyti heimskulega. Aðalpersónan er útbrunnin poppstjarna sem gerir upp lífshlaup sitt. Hann hefur fengið ýmsar snjallar hugmyndir sem hafa haft skelfilegar afleiðingar en loksins þegar hann gerir nokkuð sem virðist óraunsætt og heimskulegt en þó róm- antískt þá verður það til þess að leiða hann úr óhamingjunni og eymdinni, einfaldlega vegna þess að heppnin reyndist vera á bandi hans.

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.