Teningur - 01.05.1990, Síða 47

Teningur - 01.05.1990, Síða 47
IAIN BANKS: VESPUSMIÐJAN / 45 Faðir minn getur ekki klifrað upp þröngan stigann að lofthleranum og jafnvel þó að hann gæti það þá veit ég að honum tækist aldrei að sveifla sér frá efsta þrepinu og upp fyrir múr- hlaðinn skorsteininn og inn um opið. Þess vegna tilheyrir staðurinn mér. Ég býst við því að faðir minn sé orðinn 45 ára þó að stundum finnist mér hann vera miklu eldri og stundum dálítið yngri en það. Hann vill ekki gefa mér upp réttan aldur sinn svo ég giska á 45, ef á ég að dæma eftir útliti hans. „Hvað er þetta borð hátt?“ sagði hann snöggt í þann mund sem ég var að ná mér í sneið úr brauðkörfunni. Ég undraðist að hann væri að reyna mig með svona auðveldri spurningu. „Þrjátíu tommur,“ sagði ég og tók upp brauðið. „Vitlaust,“ sagði hann og brosti ákaft: „Tvö fet komma sex.“ Ég hristi höfuðið framan í hann og gretti mig reiðilega um leið og ég skóf restina af súpunni af diskinum. Einu sinni var ég virkilega hræddur við þessar heimskulegu spurningar en núna, fyrir utan þá staðreynd að ég verð að þekkja, hæð, lengd og breidd, flatarmál og rúmmál hvers einasta hluta hússins og alls sem inni í því er, þá lít ég á þessa þráhyggju sem vandamál. Þessi ástríða hans getur orðið mjög neyðarleg þegar við fáum gesti, jafnvel þó að um nána ættingja sé að ræða sem ættu að vita hvers kyns er. Gestirnir eru kannski búnir að sitja dágóða stund í stáss- stofunni og farnir að velta því fyrir sér hvort faðir minn ætli að gefa þeim eitthvað að borða eða einungis bjóða upp á óformlegan fyrirlestur um ristil- krabbamein og bandorm, þegar hann læðist skyndilega að einum þeirra, horfir lengi í kringum sig til að vera viss um að allir taki eftir og segir síðan með samsærislegu hvísli: „Sjáðu hurðina þarna: Hún er 85 tommur, horn í horn.“ Síðan blikkar hann viðkomandi og gengur burt eða sest aftur í sætið sitt með fálætissvip. Frá því ég man eftir mér hefur mátt finna um allt húsið örlitla bréfmiða áletraða með svörtum kúlupenna, á stólfótum, teppaendum, krukkubotn- um, útvarpsloftnetum, kommóðu- skúffum, á höfðagöflum rúma, á sjónvarpsskerminum, Þá potta- og pönnuhandföngum o.s.frv. Hver miði upplýsir skv. nákvæmri mælingu stærð hlutarins sem hann er festur á. Ég hef m.a.s. fundið svona bréfmiða á laufum pottaplantna, áletraða með blýanti. Einu sinni þegar ég var lítill gekk ég um húsið og reif niður alla miða sem ég fann. Fyrir vikið var ég hýddur og látinn dúsa tvo daga í her- berginu mínu. Síðar ákvað faðir minn að það væri gagnlegt og uppbyggilegt fyrir mig að þekkja málin jafnvel og hann sjálfur og eftir það þurfti ég dag eftir dag að sitja yfir Mælingabókinni, hnausþykkri lausblaðamöppu sem inniheldur allar upplýsingar sem finna má á hvítu bréfmiðunum, en flokkaðar eftir staðsetningu og teg- und hlutarins, auk þess þurfti ég að fara um húsið með minnisblokk í höndunum og gera mínar eigin athug- anir. Þetta starf var viðauki við hefð- bundið nám mitt hjá föður mínum, í stærðfræði, sögu o.s.frv. Þetta gerði að verkum að ég hafði lítinn tíma aflögu til að leika mér úti og það þótti mér virkilega leitt. Ég var einmitt á þessum tíma með stríð í gangi, - Kræklingarnir gegn Dauðu flugunum held ég að það hafi verið - og á meðan ég þurfti að hanga inni í vinnustofunni með augun límd við bannsetta skrudduna og reyna að troða í hausinn á mér þessum fárán- legu talnarunum, þá feykti vindurinn flugnahernum mínum um eyjuna og sjórinn flæddi yfir kræklingana mína og gróf þá í sandinum. En sem betur fór þreyttist faðir minn á þessum áformum og tók að gera sig ánægðan með að skjóta á mig að óvörum spurningum viðkomandi rúmtaki regnhlífastæðisins eða hvað saman- lagt flatarmál allra gluggatjalda í hús- inu væri stór hluti af ekru. „Ég svara ekki þessum spurningum oftar“ sagði ég og lét diskinn í vaskinn. „Við ættum fyrir löngu að vera búnir að taka upp metrakerfið.“ Faðir minn fussaði í glasið sem hann var að þurrka. „Uss, hektarar og svoleiðis kjaftæði. Ekki aldeilis. Það er allt byggt á hnattmælingum. Ég á ekki að þurfa að segja þér hvers konar þvættingur það er.“ Ég andvarpaði og tók epli úr ávaxtaskálinni í gluggakistunni. Faðir minn taldi mér einu sinni trú um að jörðin væri Möbiusarræma en ekki hnöttur. Hann þykist ennþá trúa þessu og gerir mikla sýningu úr því þegar hann sendir handrit um þetta efni til Lundúnar í þeim tilgangi að fá gefna út eftir sig bók. Ég veit að það er engin alvara á bak við þetta og hann fær mestu ánægjuna út úr vand- lætingunni og undruninni sem endur- sendingarbréfin lýsa. Þetta gerist allt- af á þriggja mánaða fresti og ég efast um að líf hans væri honum eins ánægjulegt án þessarar venju. Hvað sem því líður þá er þetta viðhorf ein af ástæðunum fyrir því að hann vill ekki skipta yfir í metrakerfið þó að aðallega sé það nú bara leti í honum. „Hvað varstu að gera í dag?“ Hann starði á mig yfir borðið og velti tómu viskíglasinu milli handanna. Ég yppti öxlum. „Bara úti að labba og svoleiðis.“ „Grafa stíflur kannski?“ sagði hann hæðnislega. „Neinei,“ svaraði ég ákveðinn og beit í eplið, „ekki í dag.“ „Þú hefur vonandi ekki verið að drepa saklausar skepnur guðs?“ Aftur yppti ég öxlum. Auðvitað var ég úti að drepa. Hvernig í fjand- anum á ég annars að redda mér hausum til að festa á fórnarsúlurnar og hræum í kofann. Það er bara ekki nógu mikið af náttúrulegum dauð- dögum. En svonalagað er ekki hægt að útskýra fyrir fólki. „Stundum held ég að þú sért sá sem ættir að vera á hæli en ekki Eiríkur,“ sagði hann lágt og horfði þung- brýndur á mig... Þýðing: Ágúst Borgþór Sverrisson

x

Teningur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.