Teningur - 01.05.1990, Qupperneq 48

Teningur - 01.05.1990, Qupperneq 48
46 / SKÁLDSKAPUR MEGAS FJÖGUR LJÓÐ UNGFRÚ REYKJAVÍK hún er samkvæmt tísku svívirðilega nýlegri þegar þú sérð henni bregða fyrir brosandi hlýlegri hún svarar ef spyrðu þrisvar annars þegir hún og þeim sem ekki er við hæfi barasta fleygir hún nei engum þeim sem henni ekki þóknast er vægt en þessi dama hún er ekki hægt hún brosir heilan hring og annan á tuttugu og tveimur hún talar með módelrödd og það er soldill hreimur hún líður framhjá og starir fjarræn í gegnum reykinn það fer henni ekki að stansa - því hún á leikinn og það er aldrei stilla þó stormana hafi lægt það er þessi dama hún er ekki hægt hún hvílir í faðmi augna sem á hana mæna og þarna uppi trónir hún einsog hani nema hvað þetta er hæna en snögglega rís hún og berar fræga fætur hún fann það á sér einhver gaf henni gætur en því sem ekki er flott er frá henni bægt og drottinn minn þessi dama er ekki hægt hún teiknar svartar línur utanum augun sín brúnu og aðrar rauðar um varirnar en að því búnu þá stekkur hún yfirá hornið handanvið strætið og henni stendur aftur til boða gamla sætið hún leitar á svo það leggja allir rækt en þessi dama hún er ekki hægt einhverjir segja hún sé illskan holdi klædd ég ætla ekki að fullyrða hvort hún er slíkum kostum gædd en hitt er víst að leiðindi heimska og lygi þau lýsa af henni er nokkur furða þó mann klígi? því allt er þetta svo átakanlega stækt og þessi dama hún er ekki hægt dáleiddur stendurðu og starir þöndum taugum og stelpurnar eru svo sætar að þig verkjar í augun þér fyndist sök sér þó af þér dytti eista ef bara eitthvað það félli til sem hægt væri að treysta en þetta er alltsaman þegar orðið heimsfrægt og drottinn minn þessi dama hún er ekki hægt HRÍÐIN (tileinkað fjármálaráðuneytinu) við villtumst í myrkrinu milli húsa útí móa og lengst uppá reginfjöllum í hlíðinni fríðu og niðrí djúpum dölum og loks drápumst við útaf á iðgrænum völlum og ég man við urðum úti milli bæja og uppá fjalli og niðrí fjöruborði í túnfætinum við bæjarlækinn í sjálfu hlaðinu heima það var hlálegt hve víða við gátum lífið orðið í grænum lækjarhvammi bárum við beinin þau lágu brotin í dauðadjúpum giljum við frusum í hel fastir í jökulsprungum við féllum í skriðum og við drukknuðum í hyljum og við gengum aftur gegnum þil og veggi við gengum aftur á einmanalegum heiðum og við tjarnirnar uppá fjallvegunum á myrkum melum já öllum mögulegum og ómögulegum leiðum en að þessu skyldirðu önd mín þó hyggja ef þér finnst hlutskiptið þitt leitt: allt er gott sem er hverju sinni og ekki verður breytt og er svo nokkuð annað að lyktum og allar þínar brýr brenndar já verður nokkuð sannara sagt eða betra að sinni en allt er gott sem endar?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Teningur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.