Birtingur - 01.07.1955, Side 26
LEIFUR ÞÓRARINSSON:
Ekkert núlifandi tónskáld hefur haft jafn
gífurleg áhrif á samtíð sína og hinn rúss-
neskfæddi Igor Stravinsky. Mikill og hávær
styrr hefur staðið um nafn hans allt frá alda-
mótum fram til þessa dags.
Mönnum er minnisstætt er leikhúsgestir í
Parísarborg slógust af miklum móði vegna
eins af verkum hans, ballettsins „Le sacre
du printemps", árið 1913, og hávaðinn af
deilum þeim sem risu fyrir skömmu út af
nýjustu óperu hans, „Rakes progress", bár-
ust jafnvel hingað út til íslands. Samt er
munurinn á listagildi þessara tveggja
verka með slíkum ólíkindum, að undrum
sætir. Að vísu er alllangur tími frá 1913 til
1952, og þróunin hefur verið óvenju ör á
öllum sviðum. Þó vekur þetta furðu og hana
talsverða. „Le sacre“ var hrein bylting. Ekk-
ert þvílíkt hafði áður heyrzt, og þeir sem
voru hálfsofnaðir í deyfð aldamótanna urðu
felmtri slegnir. Hið áberandi laglínuleysi og
skarphöggna hljóðfall samfara ,,grófum“ sam-
hljómum braut svo í bág við kröfur þeirra
tíma að hið nýrómantíska públikum komst
í uppnám. Þar við bættust margs konar á-
hrifamikil nýmæli í hljóðfæraskipan, sem
minna helzt á frakkann Hector Berlioz á mið-
hluta síðustu aldar eða fylgismenn Manner-
heim-skólans, fyrirrennara heiðstefnunnar
austurrísku. Notkun alls konar slaghljóðfæra
til áherzlu hljóðfallinu og myndunar furðu-
legra tónhrifa er svo taumlaus að hárin rísa
á höfði hlustandans, ef ekki af hrifningu, þá
skelfingu. Tala málmhljóðfæra er sums stað-
ar margfölduð,. og hljóðfæri eins og altflauta,
bassaklarínett og kontrafagott, sem nær
aldrei eru notuð við flutning á verkum eldri
manna, eru hér gerð að jafnokum annarra
hljóðfæra eins og ekkert sé sjálfsagðara. Var
það furða, þótt sumir yrðu hissa ? Stravinsky
sjálfur hefur fært „skandalann 1913“ á reikn-
ing dansuppfærslunnar og kóreógrafíu Nijin-
skys sérstaklega. Satt getur það verið, að
danssnillingurinn mikli hafi ekki verið gædd-
ur eins ríkri sköpunargáfu og íúlkunarhæfi-
leikar hans voru miklir og því hafi jafn ný-
stárlegt verk og,,Le sacre duprintemps“ verið
honum ofviða. En erfitt munu flestir eiga
með að trúa hinum stórmerka framkvæmda-
stjóra Ballet Russe, Serge Diageleff til að
velja viðvaning eða kjána (eins og skilja má
á Stravinsky í sjálfsævisögu hans) 1 jafn
veigamikið hlutverk og kóreógraf stórrar og
kostnaðarsamrar ballettsýningar.
Hvað um það — fréttin um „Le sacre“ xór
sem eldur í sinu um gjörvalla Evrópu. Og
ekki leið á löngu áður en verkið var prentað
og barst þannig til ungra tónlistaráhuga-
manna sem biðu óþreyjufullir hér og hvar á
meginlandinu. Ungverjinn Béla Bartók og
Þjóðverjinn Paul Hindemith hafa báðir sagt
frá þeim stórviðburði í lífi sínu, er þeir litu
fyrst „Le sacre“ í píanóútdrætti. Annar var
staddur í Búdapest, hinn í Dresden og báðir
óumræðanlega heillaðir af snilli og dirfsku
hins nýja meistara. Hindemith segir: „eftir
langan og erfiðan vinnudag 1 óperuhljóm-
sveitinni fórum við nokkrir félagar heim til
eins okkar með nóturnar. Var setzt við píanó-
ið og verkið leikið frá upphafi til enda aftur
og aftur og síðan rifizt og skammazt og
hrópað af hrifningu eða vandlætingu, unz dag-
ur rann. Þetta endurtók sig kvöld eftir
kvöld.“ En Bartók lagði land undir fót og
fór til Parísar.
Á milli „Le sacre du printemps“ og „Rakes
24