Birtingur - 01.07.1955, Qupperneq 28
ALEXANDER PÚSKÍN:
Haust
(úr „Évgéní Onégín)
Andar hausti himinn víður
horfnar eru sólskinsblíður,
styttist, dofnar dagurinn;
dreifir laufi skógurinn,
sífrar þungt í svölum vindi;
sveipar akra þoka grá;
gæsahópar heiðum frá
halda suður: snauð af yndi
nálgast tíð, er nú sem fyr,
nóvember oss þrengir dyr.
ALEXANDER SERGEJEVITSJ PÚSKÍN (1799-1837) var a3
faðerni kominn af gamalli rússneskri aðalsætt. Móðurafi hans
var hins vegar Abyssíníumaður sem komst til vegs í Rússlandi
í stjórnartíð Péturs mikla. Púskín stundaði nám í skólanum
í Tsarskoje Sélo, í nágrenni St. Pétursborgar, (1811—1817), en
sá skóli var einkum ætlaður ungum aðalsmannasonum. Púskín
tók að fást við Ijóðagerð þegar á barnsaldri, (orti þá mest
á frönsku sem var álíka mikið mál rússneskrar yfirstéttar
í þann tíð og danska var áður í kaupmannafamilíum á Islandi).
Fyrstu kvæði hans voru prentuð 1814, en sem skáld sló hann
fyrst í gegn með ævintýraljóðinu „Rúslan og Ljúdmíla44 sem
út kom 1820. Sama ár var hann rekinn í útlegð til Suður-
Rússands (Kákasus, Krím, Besarabíu, Odessa) fyrir byltingar-
sinnuð kvæði. Á þessum útlegðarárum kynntist hann fyrst
skáldskap Byrons í franskri þýðingu og gætir áhrifa þeirra
kynna nokkuð í verkum hans frá þeim tíma. Að vísu ristu
þessi áhrif aldrei djúpt hjá Púskín, en „byronsku" kvæðin
hans hlutu geysimikar vinsældir og voru mikið stæld af sam-
tímaskáldum. Árið 1824 var Púskín dæmdur í nýja útlegð til
óðals feðra sinna í Pskov-héraði. Þar sat hann til ársins
1826, en þá sá Nikulás I. aumur á honum og tók sjálfur að
sér ritskoðun á kvæðum hans. Á árunum 1824 —‘31 ritaði
hann mörg hinna beztu verka sinna m. a. Evgénij Onégín,
Sígóenana, Boris Godúnov og Poltava. Árið 1931 gekk hann
að eiga Natalíu Gontsjarovu sem fræg var fyrir fegu»-ð, en
kannski nokkuð léttúðug. Vegna þessarar konu sinnar leiddist
hann út í einvígi við franskan spjátrung 1837 og dó af skot-
sári sem hann hlaut í þeirri viðureign.
í rússneskum bókmenntum skipar Púskín sama 6æti og
Dante í þeim ítölsku, eða Goethe í þeim þýzku. Samanborið
við íslenzk skáld verður honum einna helzt jafnað við Jónas
Hallgrímsson, þótt sá samanburður sé hvergi nærri einhlítur.
Ljóðsagan Evgenij Onégín mun almennt talin aðalverk hans.
Það sem hér birtist í íslenzkri þýðingu er 40. og 41. erindi í
fjórða kafla þessarar sögu, og er þó sleppt fjórum fyrstu
vísuorðunum framan af fyrra erindinu, þar sem þau eru að
mestu leyti tengiliður við næsta erindi á undan.
G. K .
Morgunn rís úr móðu frosta;
mannauð standa og hnípin tún;
úlfur frár á fárra kosta,
flykkist nú meS vegarbrún —
felmtri sleginn frísar hcstur,
ferðavanur næturgestur
hleypir undan hratt sem má;
humlur standa básum á;
allt er kyrrt í útihögum,
enginn smali á léttum skó
heyrist þeyta horn í mó;
heima í koti gleðst af bögum
mærin rjóð og snældu snýr,
snarkar furukveikur hýr.
Geir Kristjánsson jiýddi úr rússnesku.
26