Birtingur - 01.07.1955, Page 36

Birtingur - 01.07.1955, Page 36
borð, öskraði Lási, dregur ekki kvikindi í óðum fiski. Gamli maðurinn sinnti honum ekki lengur. Hann setti fast um vaðbeygjuna, lyfti loki af vélhúsinu, beygði sig niður og tók 'að bjástra við vélina, skrúfaði og lamdi, bogr- aði þama meðan ég rótaði inn fiskinum. Lási kippti nú spöl framfyrir okkur. Er eitthvað í ólagi með vélina, spurði ég. Hann rétti úr sér, stappaði snöggt niður fæti og sagði: Það er það í ólagi að ég er farinn heim. Jæja, sagði ég. Þetta verður minn síðasti róður í lífinu. Ég fer ekki heim, sagði ég. Ha? Þú getur sett mig yfir í bátinn til hans Lása og svo mátt þú fara hvert sem þú vilt fyrir mér. Hann blíndi á mig um stund, andlit hans sem verið hafði stíft af kergju, slaknaði nú allt í einu og það var eins og hann koðnaði allur, axlirnar sigu, handleggirnir slöptu og augun, þessi brúnu og snöru augu glötuðu neista símrm. Hann sagði ekkert, en tyllti sér á vélhúsið, sat þar hokinn og gamall. Þegar ég horfði á hann húka þarna gráan á vanga og tóbakslufsurnar drupu af burstskegginu, en umhverfis okkur titrandi sólskin á báru undir hvítum jökli og ég í kappnógum fiski, þá fann ég að þetta var ójafn leikur og um leið datt mér ráð í hug. Eg afgreiddi næsta fisk, veifaði til hans jakobsnaut og sagði: Miklir andskotans aular getum við verið. Hérna renndu þessum. Görnin er nógu löng handa okkur báðum. Ég læt sökku á hinn endann . Þú rennir þessum. Ég varð að endurtaka þetta nokkrum sinn- um áður en honum varð ljóst hvað ég var að fara. Svo hristi hann höfuðið og sagði: Nei, væni minn, það er ekki til neins. Ég er bú- inn að vera. Hvaða bölvuð þvæla er þetta, því ætli þú fáir hann ekki eins og ég. Hann vill bara þessar nýju græjur. Hérna, taktu við. Hann siiaðist í áttina til mín og tók við sökkunni og öðrum vettlingnum og sagði um leið: Nei, ekki lízt mér á það .... Þegar hann var aftur á sínum stað í skutnum fór hann höndum um þráðinn með vantrúarsvip, — en meðan görnin rann til botns tók hann upp baukinn og stútaði sig vandlega. Nei, hvert í logandi, hrópaði hann upp yfir sig um leið og hann tók í spottann, •— hann er á, hann er á, og röddin skalf af óvæntri gleði. Og þegar hann hafði dregið nokkra fiska í beit var hann aftur orðinn sama kappsfulla aflaklóin, rjóður á vanga, ótrúlega kvikur og handfljótur og yfir þetta gamla andlit breiddist bros sem átti sér upp- tök. í tindrandi augum. Hann var altekinn veiðigleði. Hann dengdi fiski oní miðrúmið, lagði af sér húfuna svo ferskt loftið lék um skallann, kinkaði til mín kolli og sagði: Aldrei hefði ég trúað því að þetta væri slíkt raritat. Og gamli maðurinn hélt áfram að bylta honum inn, snarborulegur og kátur í sólbirtu þessa morguns. Ágúst 1954. 34

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.