Birtingur - 01.07.1955, Side 40

Birtingur - 01.07.1955, Side 40
í sumar komu upp undarlegar hugmyndir hjá þeim sem ráða útvarpsefni um heppileg vinnubrögð í ímyndaðri keppni við skrílradíó sem rekið er af ameríkönum í Keflavík fyrir hermenn og annað fólk sem ætla má sokkið sé djúpt. Þeir tóku upp á því að leigja sér ungan Heimdelling til að flytja lánsog- leiguefni úr því ameríska útvarpi í Keflavík, kannski gefið, snúa því á eitthvert afbrigði íslenzku og lesa svo fjálgur og sperrtur af ríkri innlifun endalausan hryllinginn um morð og aftur morð og enn morð. Útvarpsforustan gekk um sigri hrósandi og heyrði allstaðar óminn af þessu myrð- lingahjali og hvarvetna voru börn sem ekki þorðu að fara fótmál fylgdarlaust af ótta sem þessi faraldur hafði vakið og fullorðnir fóru að slakna í framan af heilatregðu sem þetta byrlaði. Sjá mikil er dýrðin mín, sagði útvarpsforystan: þetta hefur fallið í góðan jarðveg, hefur ekki þjóðin hlustað? Og vet- urinn heldur innreið sína með horuðum hengdum köttum sem hafa verið festir upp í luktarstaura af næmum börnum sem út- varpið hefur beint á frægðarbraut hins mikla Gregorys. Fjarri sé mér að taka undir kellingaskrekk- inn út af þessu með f jálgu hjali um kristilega siðu. Mér þykir óhugnanlegt að vita um lítilþægð hlustenda að láta þetta gott heita. Og sá smekkur sem gat sætt sig við lagstúf- inn sem leikinn var á undan hryðjuverka- króníkunni á hverju kvöldi, hann ætti að valda heilbrigðiseftirlitinu þungum áhyggj- um. Óþarft ætti að vera að óska eftir því að hinir snjöllu myndlistarþættir Björns Th. Björnssonar verði áfram í vetur, það liggur í augum uppi að við hljótum að fá meira að heyra það efni sem er svo vinsælt af öllum almenningi. Öðru máli gegnir um þáttinn Bækur og menn í núverandi formi. Ég held það væri skynsamleg háttvísi við hlustend- ur að fá þáttinn öðrum manni sem kunni skil á innihaldi bóka engu síður en umbúðum og hafi tök á því að velja milli sjónarmiða. Listrænt uppeldi í skólum landsins Einn helzti þáttur skólastarfsins ætti að vera að efla virðingu nemenda fyrir andleg- um afrekum. Hér skulu nefnd nokkur dæmi þess með hverjum hætti það hlutverk er rækt í Menntaskólanum í Reykjavík. Þau eru val- in af handahófi úr kennslubók í mannkyns- sögu handa framhaldsskólum eftir yfirkenn- arann herra Ólaf Hansson. Þessi bók hefur verið kennd í meira en áratug. Hér eru aðeins tekin dæmi af því sem fjallað er um listamenn og engu sleppt sem um þá er sagt sem hér eru nefndir nema punktalína fylgi. Talað er um rómantísku stefnuna í Frakk- landi: „Var Delacroix leiðtogi stefnunnar þar. Hann var taugaveiklaður og fékkst við að mála dauða og tortímingu“. „Gericault málaði einkum tryllta hesta og hafrót. Hann féll af baki ólmum hesti og beið bana, rúmlega þrítugur að aldri.“ Um Degas er látið duga að segja að hann hafi ásamt fleirum sótzt eftir „að mála hið hversdagslega eða ljóta í náttúrunni t. d. mýrarpolla (!), fúafen og öskuhauga eða Ijótt og vanskapað fólk. Þetta var þó engan veginn almennt.“ „Van Gogh var sonur hollensks prests, sem fór til Frakklands. Fékkst hann við að mála sólina, og eru sumar myndir hans eitt loga- haf. Hann varð brjálaður og fyrirfór sér. „Gauguin hneigðist að prímitívisma, yfirgaf konu og börn og fór til Tahiti. Eru margar myndir hans þaðan. Hann varð fyrir von- 38

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.