Birtingur - 01.07.1955, Qupperneq 44

Birtingur - 01.07.1955, Qupperneq 44
HÖRöUR Á G Ú STSSON: Byggingarlist Nútímalist I fyrri greinum hef ég reynt að gera í -stuttu máli grein fyrir nokkrum almennum einkennum byggingarlistar. Nú skulum við snúa okkur að þeim þætti hennar er okkur varðar mest: byggingarlist nútímans. Til að forðast misskilning er rétt að taka fram: a) Nútímabyggingarlist er ekki hið sama og samtímabyggingarlist, þ. e. a. s. að ekki teljast allar byggingar til nútímalistar, sem reistar hafa verið t. d. seinustu fimmtíu árin. b) Byggingarlist nútímans er sérstakt sjónarmið, sérstakt lífsviðhorf. c) Nútímabyggingarlist er ekki andstæða fornrar listhefðar, heldur fram- hald hennar. d) Nútímabyggingarlist er sízt af öllu neinar glettur við góðborgarann, heldur tilraun til að reisa byggingar í samræmi við þarfir mannsins í nútímaþjóðfélagi, þar sem tillit er tekið til þeirra byggingarefna og byggingartækni, sem honum standa til boða, og nýrra listrænna mögu- leika sem ávallt skapast í byggingartæknilegum byltingum. Dómhöllin i Bruxelles 42

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.