Birtingur - 01.07.1955, Qupperneq 50
MAGNÚS MAGNÚSSON M.A.:
Albert Einstein
1. G R E I N
Albert Einstein er vafalaust meðal mestu
vísindamanna, sem uppi hafa verið. Saman-
burður milli manna eins og Arkimedesar,
Galileos, Newtons og Einsteins er vitanlega
fánýtur. Þeir lifðu á ólíkum tímum, og afrek
þeirra mótuðust af þeim. Það má jafnvel
segja, að þessir menn hefðu aldrei unnið ein-
mitt þau afrek, sem þeir unnu, ef þeir hefðu
fæðzt hálfri öld fyrr eða síðar. Svo mjög
eru menn háðir sínum tíma. Verk Einsteins
hafa hlotið mikla frægð, alltof mikla, að því
er honum fannst. Kenningar hans hafa ger-
breytt heimsskoðun náttúruvísindanna, en
jafnframt hefur þeim verið misbeitt á mörg-
um sviðum, sem ekkert eiga skylt við náttúru-
vísindi. Háspekingar, guðfræðingar og stjórn-
fræðingar hafa með óljósu orðavali og vill-
andi samlíkingum reynt að fá stuðning undir
sínar fallvöltu kenningar frá vísindakenning-
um Einsteins eða ráðizt á þær á jafnveik-
um grundvelli. Kenningar Einsteins eru vís-
indakenningar og hljóta því að hafa áhrif á
heimspeki.
Albert Einstein fæddist í borginni Ulm í
Þýzkalandi 14. marz 1879. Foreldrar hans
voru Gyðingar, en fylgdu þó ekki trúarregl-
um Gyðinga. Faðir hans átti litla verksmiðju
með bróður sínum, sem var verkfræðingur.
Þessi frændi Einsteins átti mikinn þátt í að
vekja áhuga hans á stærðfræði og náttúru-
vísindum. 1 skóla kunni Einstein ekki vel
við sig. Honum fannst kennararnir vera
harðstjórar, sem reyndu að troða lærdómi
í nemendurna í stað þess að vekja áhuga
þeirra. Þegar hann var langt kominn með
menntaskólanám, fluttist fjölskylda hans til
Italíu, en hann varð eftir. Hann var samt ekki
lengi í skólanum eftir það, heldur hætti námi
og fór til fjölskyldu sinnar í Italíu og afsal-
aði sér þýzkum borgararétti.
Einstein fékk snemma áhuga á hinum
furðulegu fyrirbrigðum náttúrunnar. Þegar
hann var fimm ára, sýndi faðir hans honum
kompásnál. Undrun hans var mikil. Nálin
snerist alltaf í sömu átt, þó að ekkert sýni-
legt hefði áhrif á hana. Sterkasta bernsku-
minning hans var einmitt af þessu atviki.
Einstein vildi öðlast skilning á náttúrunni
og gefa sig að rannsóknum á fyrirbrigðum
hennar. Hann áleit sig hafa bezta aðstöðu
til þess, ef hann fengi kennarastöðu í eðl-
isfræði og stærðfræði við æðri skóla, en til
þess þurfti hann háskólapróf. Hann fór þá
til Sviss og reyndi inntökupróf við tæknilega
háskólann í Ziirich, en náði því ekki. Tungu-
málakunnáttu hans var ábótavant, en í stærð-
fræði og eðlisfræði var hann öðrum fremri.
Hann fór þá í menntaskóla í Sviss, og þar
kunni hann vel við sig, því að meira frjáls-
ræði var þar en í þýzkum skólum. Lokapróf
frá þeim skóla veitti honum svo inngöngu í
tækniháskólann í Ziirich. Þar las hann eðlis-
fræði og stærðfræði, en lagði meiri stund á
eðlisfræðina. Honum fannst þá, að lögmál
náttúrunnar væri hægt að finna með einföld-
um stærðfræðilegum aðferðum. Að loknu
prófi fékk hann enga viðunandi kennara-
stöðu, þó að hann hefði bæði háskólapróf og
væri orðinn svissneskur ríkisborgari. Loks
útvegaði vinur hans honum vinnu á einka-
leyfaskrifstofunni í Bern, og þar hefst hinn
glæsilegi vísindaferill hans.
48