Birtingur - 01.07.1955, Síða 51

Birtingur - 01.07.1955, Síða 51
Albert Einstein Til að gera sér ljóst, hve mikil bylting það var, sem Einstein gerði á skoðunum eðlis- fræðinga, og heimspekinga reyndar líka, er nauðsynlegt að skyggnast aftur í tímann og athuga grundvallaratriði eðlisfræðinnar fram til 1900. Isak Newton, sem uppi var á síðari hluta seytjándu aldar, byggði á verkum fyrir- rennara sinna, einkum Galileos, kenningu um hreyfingu hluta, t. d. hreyfingu reiki- stjarnanna. Grundvallarlögmál þessarar afl- fræði (mekanik) voru þrjú hreyfingarlögmál, sem við hann eru kennd, og þyngdarlögmál hans. Pyrsta hreyfingarlögmálið, sem Gali- leo setti fyrstur fram, var, að hlutur hreyf- ist með jöfnum hraða í beina línu eða helzt kyrr, ef engir ytri kraftar orka á hann. Þetta er auðvitað óljóst, nema tekið sé fram, við hvað miðað er, þegar talað er um jafnan hraða og beina línu. Venjulega er jörðin notuð sem miðunarkerfi, en nú snýst hún um ás sinn og auk þess kringum sólina. Ef einhver væri utan sólkerfisins og fylgdist með bolta, sem rynni með jöfnum hraða í beina línu mið- að við jörðina, fyndist honum boltinn fylgja mjög flókinni braut. Til að skýra þetta kom Newton fram með hugtökin um absólút rúm og absólút tíma. „Absólút rúm er í eðli sínu, án sambands við nokkuð annað, alltaf eins og óhreyfanlegt". „Absólút tími líður sjálfur og af eðli sínu jafnt án sambands við nokk- uð annað“. Absólút hreyfing er þá hreyfing frá einum stað til annars í absólút rúm- inu. Um slíka hreyfingu gildir fyrsta lögmálið. Ef miðunarkerfi hreyfist í absólút rúminu með jöfmun hraða í beina línu, gild- ir lögmálið einnig í því kerfi, boltinn rennur í beina línu með jöfnum hraða miðað við það. Það eru því til óendanlega mörg kerfi, oft kölluð Galileo kerfi, sem öll hreyfast á þenn- an hátt í absólút rúmi. 1 þeim gildir fyrsta lögmálið. 1 kerfum, sem hreyfast með ó- jöfnum hraða miðað við þessi kerfi, gildir það ekki. 1 öllum Galileo kerfum gildir sami tími, absólút tíminn. Samkvæmt því eru atburðir, sem gerast samtímis í einu kerfi, einnig sam- tímis í öllum öðrum kerfum. Þetta sýndi Ein- stein, að gæti ekki staðizt, eins og síðar verð- ur skýrt frá. Newton sá sjálfur, að ógerlegt var með athugunum að finna absólút rúm eða hreyfingu, allar hreyfingar væru afstæð- ar, miðaðar við einhvern athuganda og mið- unarkerfi hans. Lögmál Newtons gilda í öllum Galileo kerf- um, þ. e. hreyfingar hluta miðað við þessi kerfi hlíta þessum lögmálum. Þetta er kallað Galileiska afstæðislögmálið, og eins og síðar sést, er afstæðislögmál Einsteins útvíkkun á því. Aflfræði Newtons reyndist svo vel, að næstu tvær aldirnar voru eðlisfræðingar fullvissir um, að öll náttúran fylgdi lögmálum hennar. Verk þeirra beindust að því að skýra öll 49

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.