Húsfreyjan - 01.09.1957, Page 5
í söng hennar og vögguljóði, í bæn hennar
og sögum, í ævintýrum hennar og tárum
hennar glituðum geislum frá eldi ósk-
anna. Það er þessi trúrækni, sem ber litla
hönd til signingar, áður en tungan getur
myndað orð, og það er hún, sem skilur
eftir minningar, sem skapa ummæli eins
og þetta:
„Ó, elsku góða mamma mín,
þín mynd í hug mér ljómar,
er ljúfa vögguvísan þín,
svo viðkvæm til mín hljómar“,
eða:
„Mitt andans skrúð var skorið af þér,
sú skikkjan bezt hefur dugað mér.“
Og:
„Enginn kenndi mér eins og þú
hið eilífa, sanna, kraft og trú,
né gaf mér svo guðlegar myndir.“
Engin móðir má vera svo þrælbundin
í stjórnmálum og veraldarvafstri, að hún
vanræki þennan þátt trúrækninnar í
skapgerð góðrar móður, og þau áhrif, sem
hann þarf að hafa á uppeldi barnsins. Og
auðvitað hika ég ekki við að segja, að
hún ætti að leiða það til hugsjóna krist-
indómsins, kenna því að meta réttlæti,
frið og bræðralag. En annars verður þar
hver að fara sína leið. En þarna er samt
ein sameiginleg hætta á vegi og það sér-
staklega hinna beztu og trúræknustu og
það er, að öfgarnar nái tökum. Fátt getur
fjarlægt barnið meira hinum sönnu verð-
mætum trúarlífsins en sú ofmötun, sem
kemur fram í skýrastri mynd hjá sumum
sértrúarflokkum, en á sér annars stað í
óhugnanlegri mærð og kredduhjali, sem
börnum verður mjög ógeðfellt, og getur
jafnvel fjarlægt öll áhrif móðurinnar og
skapað sundrung þar sem sízt skyldi. Góð
móðir ber því helgidóma sína aldrei á
torg, né kastar perlum sínum fyrir svín,
heldur varðveitir trúrækni sína innan vé-
banda skynsemi og háttvísi við hjarta
sitt, barninu til handa. Viss blygðunar-
semi í trúmálum er jafnnauðsynleg og
sjálfsögð og í ástamálum.
Þá kem ég að því þriðja, sem ég tel
höfuðdyggð góðrar móður. En það er
þjóðrækni.
Eins og trúrækni hennar tengir hina
verðandi persónu óslítandi böndum við
orsök og upphaf tilverunnar, og um-
hyggjusemin veitir barninu vernd og
stuðning til fagurrar framkomu og heilla,
þannig þarf þjóðrækni móðurinnar að
móta því vissan stað og starfssvið í til-
verunni. Stað til að unna og starfssvið
til að fórna kröftum sínum í samstarfi við
aðra. Góð móðir ræktar því allt það í sál
barnsins, sem tengir það réttum tengslum
við sögu lands og þjóðar, og venur það
við sem flest og fjölbreyttust störf, sem
þar eru unnin, sýnir því skyldleika og
þjónustu eins við annan og einnar stéttar
við aðra ofan og utan við öll stjórnmál,
lætur það finna, hvernig allt sjálfstæði
og frelsi þjóðar er háð þessum tengslum,
þessu samstarfi. Hún sýnir, hvernig hver
þegn þjóðfélagsins þarf að vera traustur
hlekkur í hinni miklu keðju mannlegs
samfélags og hver eigind þarf að njóta
sín til vaxtar og átaka í sál hans. Einkum
verður að vanda slíkt viðhorf í litlum
og fámennum þjóðfélögum, þar sem hver
einn vegur móti milljónum hinna stærri.
Og í mótun þessa þegnskapar barnsins
veit móðirin engin betri tæki en móður-
málið, sögur þess, ljóð þess og listir,
og svo það að kenna barni sínu með orð-
um og eftirdæmi ást til allra manna án
aðgreiningar, elska og virða umhverfi
sitt, unz átthagaástin breytist í þann loga
ættjarðarástar, sem helgastur verður
hverju hjarta og ættjarðarástin í ljóma
mannástar þeirrar, sem telur frið og
bræðralag æðstu dyggðir samfélags í
heimi öllum. Þannig er unnið af mæðr-
unum að uppfyllingu innstu þrár mann-
kyns, þránni eftir friði og öryggi.
Enginn getur eflt þá þrá, þann guð-
dómskraft betur en himingjöfin góða, sem
er æðst gjafa frá föður ljósanna, konan,
sem verðskuldar tignarheitið ofar öllum
virðingarmerkjum þjóðhöfðingja heims-
ins, að nefnast: Góð móðir.
HÚSFREYJAN 5