Húsfreyjan - 01.09.1957, Page 6
ÁVARP
frú Guðrúnar Pétursdóttur, formanns K.í.
við setningu 12. landsþings
sambandsins.
Hæstvirta forsetafrú og aðrir gestir.
Virðulegu þingfulltrúar.
Ég býð ykkur öll hjartanlega velkomin
á þetta 12. landsþing Kvenfélagasam-
bands Islands. Það er mér sérstök ánægja
að sjá ykkur hér svo margar og sumar
komnar svo langan veg til að sitja þing
okkar. Síra Árelíusi Níelssyni þakka ég
sérstaklega fyrir aðstoð hans til þess að
gera þessa stund svo hátiðlega.
Síðan síðasta landsþing Kvenfélaga-
sambands Islands var haldið i júní 1955
eru nú liðin rúm tvö ár. Mér finnst við-
eigandi að rifja upp, hvað markverðast
hefur gerzt í félagsskap okkar á þessum
tíma, og verður mér þá fyrst hugsað til
þess, er við 60 húsmæður fórum á Hús-
mæðraþing Norðurlanda, er haldið var á
Nygaardstrand í Danmörku seinni hluta
ágústmánaðar 1956. Þingið sátu á fjórða
hundrað húsmæður frá öllum Norður-
löndunum. Var ánægjulegt að sjá, að svo
margar glæsilegar húsmæður frá Islandi
skyldu hafa ástæðu til að fara svo langa
og dýra ferð, en það get ég fullyrt, að öll
framkoma þeirra á fundinum var góð
landkynning fyrir ísland og þjóðinni til
sóma. Frú Hulda Stefánsdóttir, skóla-
stjóri á Blönduósi, flutti strax eftir heim-
komuna ágætt útvarpserindi um ferðina
og fundinn og mun ég því ekki ræða það
frekar.
Þá er að minnast á starfsemi félags-
skapar okkar, og er þess þá fyrst að geta,
að við höfum verið svo heppnar að ráða
til Kvenfélagasambandsins ágætlega
menntaðan húsmæðrakennara, ungfrú
Steinunni Ingimundardóttur. Á hún að
vera heimilisráðunautur sambandsins.
Hefur hún starfað á vegum þess síðan í
september 1956. Fyrst fór hún til Norður-
landa að kynna sér, hvernig nágranna-
þjóðir okkar, þar sem líkt hagar til og
hjá okkur, haga þannig lagaðri fræðslu,
og er hún kom aftur um síðustu áramót,
tók hún til starfa fyrir sambandið og
hefur ferðazt um milli kvenfélaganna og
veitt húsmæðrunum ýmiss konar fræðslu
og ráð. Mun hún á þessu þingi flytja
skýrslu um starf sitt og erindi um, hvern-
ig hugsað er að haga því í framtíðinni.
Þá verð ég að minnast á það, sem verið
hefur erfitt fyrir sambandið. Ungfrú
Rannveig Þorsteinsdóttir, ein af stjórn-
arkonum K. I. og framkvæmdastjóri sam-
bandsins, hefur verið mjög heilsubiluð
síðan síðastliðinn vetur og í nokkra mán-
uði dvalizt á heilsuhæli erlendis. Hefur
það valdið okkur miklum erfiðleikum að
vera án hennar ágætu starfskrafta, svo
kunnug sem hún er öllum störfum og mál-
um sambandsins, en nú er hún komin
heim aftur mun betri til heilsunnar og
ætlar að minnsta kosti að starfa eitthvað
hjá sambandinu fyrst um sinn. Vona ég,
að hún fái sem fyrst fulla heilsu aftur og
þykist þar mega mæla fyrir munn okkar
allra.
Kæru þingfulltrúar. Ég endurtek það
nð bjóða ykkur af hjarta velkomnar til
starfa, og vona ég, að íslenzkar heilladísir
vaki yfir starfi okkar, svo að okkur verði
ætíð efst í huga, að allt starf og áhugi á
þessu þingi beinist að því eins og áður
að gera heimilin sterkari og betri, að
stuðla að bættum kjörum húsmæðra, svo
að þær geti sem bezt helgað sig sínu að-
alstarfi, barnauppeldinu, og verum ávallt
minnugar þess, að heimilin eru hornsteinn
þjóðfélagsins.
Að svo mæltu segi ég 12. landsþing
Kvenfélagasambands Islands sett.
6 HÚSFREYJAN