Húsfreyjan - 01.09.1957, Qupperneq 9

Húsfreyjan - 01.09.1957, Qupperneq 9
r bandsins færi sérstaka bók um fundi sína og framkvæmdir. Enda þótt hér sé ekki um víðtækar breytingar að ræða, þarf þó að koma þeim inn í lög allra héraðssambanda á þann hátt, að vel fari. Er því nauð- synlegt, að stjórnir allra sambandanna skipi sem allra fyrst nefndir innan sinna vébanda, er breyti lögunum í samræmi við þessar tillögur og séu svo þær lagabreytingar lagðar fyrir sam- bandsfundi í vor til endanlegrar sam- þykktar. Ekkert héraðssamband innan K. 1. getur hliðrað sér hjá þessu eða komizt undan því að breyta lögum sín- um á þennan hátt, þar eð landsþing K. f. hefur samþykkt, að svo skuli vera. Hins vegar þarf ársfundur hvers hér- aðssambands að hafa samþykkt lög fyrir sig, þar sem þessar breytingar eru teknar til greina. Er þá og hentugt tækifæri, að endurskoða lögin í heild og breyta til batnaðar, hafi reynslan sýnt, að einhver lagaákvæði séu óhag- kvæm. Mætti t. d. benda á, hvort ekki mundi betur henta á sumum sam- bandssvæðum, að konur í aðalstjórn væru 5 í stað þriggja, sem víðast hvar mun nú vera venja. Ennfremur tilhög- un kosninga í stjórn, svo sem það hvort ekki væri hentugt að formaður væri kosinn sér til ákveðins tíma o. fl. Skal svo eigi f jölyrt um þetta meira, aðeins beina því til sambandanna, að vanda sem bezt lagasetningu sína bæði að efni og orðfæri, breyta lögunum eigi of oft, en láta breytta tíma og aðstæð- ur þó hafa þau áhrif, að eigi sé of lengi búið við gömul og úrelt fyrirmæli. Eins og sjá má í fréttunum af 12. landsþingi K. I. varð nokkur breyting á ritstjórn ,,Húsfreyjunnar“. Lætur Sigrún Árnadóttir nú af störfum, en hún hefur haft á hendi að sjá um Manneldisþátt blaðsins. Við starfi hennar tekur nú Kristjana Steingríms- dóttir, sem einnig er mikilhæf og áhugasöm um þau fræði, er þessi þátt- ur fjallar um. Þá fóru þær Svafa Þór- leifsdóttir og Elsa Guðjónsson fram á, að þeim væru kjörnar varakonur og voru þær Sigríður Thorlacius og Sig- ríður Kristjánsdóttir kosnar. Býður nú ,,Húsfreyjan“ þetta nýja starfslið vel- komið, því að vonir standa til, að þær, varakonurnar, láti eitthvað frá sér heyra við og við að minnsta kosti, þótt þær Elsa og Svafa hafi ástæður til að gegna störfum sínum við blaðið. Má því að vissu leyti líta á þær Sigríð- arnar sem aðstoðarkonur í ritstjórn- inni. Þá vill ,,Húsfreyjan“ ekki láta undir höfuð leggjast, að þakka Sigrúnu Árna- dóttur störf hennar í fjögur ár. Hefur eigi sjaldan borizt til blaðsins þakklæti fyrir Manneldisþáttinn og margar kon- ur látið í ljós, að ýmsar uppskriftir þar væru sérlega hagkvæmar. Blaðið mun leitast við að verða við óskum lesenda um efnisval, að svo miklu leyti sem unnt er. En aðalstefnu sína, að vera málgagn Kvenfélagasam- bands íslands og fræðslurit um störf húsmæðranna í landinu, mun blaðið þó halda fast við, þótt á hinn bóginn verði leitazt við að gera efni þess sem fjöl- breyttast og fýsilegast. Vegna aukins útgáfukostnaðar var áskriftarverð ,,Húsfreyjunnar“ hækkað um 5 krónur, svo að frá næstu áramót- um kostar árgangurinn kr. 25.00. 1 lausasölu mun hvert hefti kosta kr. 7.50. HÚSFREYJAN 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Húsfreyjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.