Húsfreyjan - 01.09.1957, Blaðsíða 12

Húsfreyjan - 01.09.1957, Blaðsíða 12
sénshjónanna, Anita heitir hún. Ég hef verið yfir henni í allan dag, hún er fár- veik. Lungnabólga. Ef ég gæti komið henni í svefn, þá væri von með hana.“ Nick horfði á hið þreytta andlit og skildi ofur vel líðan hins unga læknis. „Hún er alltaf að spyrja um jólasvein- inn. Hún heyrði í bjöllunni yðar áðan — ég var ekki inni, en foreldrar hennar segja, að hún hafi haldið, að jólasveinn- inn væri að koma að finna hana. Hún varð fyrir vonbrigðum — æ, ég er að reyna að koma orðum að því að biðja yður að koma inn og leika jólasvein fyrir hana. Ég er búinn að reyna allt annað. Þetta gæti ekki skaðað hana og hver veit nema að það riði baggamuninn." Nicholas Tierney, læknir, leit af andliti unga mannsins og á vekjaraklukkuna. Vantaði tuttugu mínútur í níu. ,,Ég var að fara — ég á að vera kominn i vinnuna aftur klukkan níu.“ „örstutt stund ætti að nægja. Bæði ég og fjölskylda hennar yrðum yður eilíflega þakklát, ef vel tekst til.“ „Jæja, nokkrar minútur.“ Hann reis á fætur, setti á sig skeggið frammi fyrir speglinum, lét upp skotthúfuna og belg- vettlingana, greip bjölluna og svipuna. Hann lokaði hurðinni á eftir sér og nú lék hann sama hlutverkið og hann hafði leikið fyrir Nicka litla undanfarin ár. Hann þrammaði fram ganginn, hringdi bjöllunni og skipaði hreindýrunum að nema staðar. Þannig hélt hann áfram út ganginn, þar til Morton læknir opnaði dyr og kall- aði: „Nei, er hann þá ekki kominn! Komdu sæll, jólasveinn. Ertu að finna Anitu Jensen?“ „Já, ég er að finna Anitu Jensen,“ þrumaði Nick og gekk inn. Barnið lá í rúminU í fátæklegu og skuggalegu herbergi. Augu hennar brunnu eins og tveir tinnusteinar í fölu andlitinu. „Sæll, jólasveinn,“ heilsaði hún veikri röddu. Nick gekk til hennar með útrétta hendi. „Sæl vertu, Anita Jensen,“ sagði hann djúpri röddu. „Mér er sagt, að þú hafir verið væn stúlka. Ég skildi eftir brúðu og fleiri leikföng handa þér hjá henni frú McCarthy, en þú mátt ekki opna böggl- ana fyrr en á morgun.“ Hún brosti veiklulega, en ánægð, tók í stóra hendi Nicks og hélt henni fastri. „Ég heyrði þig koma,“ hvíslaði hún. „Ég heyrði í sleðabjöllunum þínum. Er Þytur með þér?“ „Þú ert greindartelpa,“ drundi í Nick. ,,Já, Þytur er hreinninn minn.“ Telpan horfði upp í loftið. „Ég vildi óska, að ég ætti hrein eins og Þyt,“ hvisl- aði hún. Nick settist á stól við rúmið. „Jóla- sveinninn getur ekki gefið þér Þyt sinn,“ sagði hann, „þá gæti hann ekki komið bögglunum til skila til allra litlu barn- anna. En hann getur gefið þér svipuna sina. Viltu það?“ Augu telpunnar hvörfluðu að svip- unni. „Viltu það, góði jólasveinn? Mikið yrði ég glöð. Þá gæti ég sagt öllum krökk- unum frá því, þegar ég verð frísk, að jólasveinninn hafi sjálfur gefið mér svip- una sína og þá vilja þau öll fá að leika sér að henni.“ „Hér er hún, Anita.“ Hann lagði svip- una í lófa telpunnar. Hún leit af Nick á móður sina. „Mamma,“ hvíslaði hún. „Sjáðu — sjáðu, hvað jólasveinninn gaf mér!“ Frú Jensen brosti og varir hennar titr- uðu. „Viltu segja mér af dvergunum, jóla- sveinn?“ hvíslaði barnið. „Mér þykir fyrir því, Anita —“ rödd hans varð næstum eðlileg, er hann minnt- ist mannsins, sem hann átti að hitta klukkan níu. „Ég verð að fara,“ hann reis á fætur. Heit og rök hendi barnsins vildi ekki sleppa honum. Nick reyndi að losa sig með gætni. „Elsku jólasveinn! Bara eina sögu. Mér líður svo vel, þegar þú ert hjá mér.“ Þarna stóð Nick Tierney í jólasveins- búningnum. Á metaskálunum lá það, sem hann sagði sjálfum sér að hann ætti að 12 HÚSFREYJAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.