Húsfreyjan - 01.09.1957, Page 16
Húsmæðraskólinn Staðarfelli
fengin til að kenna um stuttan tíma á
prívat-heimilum. Þessi kafli starfs míns
var oftast mjög örðugur, þá voru sam-
göngur allar örðugar og um hávetur. Eg
varð að leggja leið mína um flesta hæstu
og snjóþyngstu fjallvegi og heiðar þessa
lands, ennfremur út um firði og flóa og
með ströndum fram. Allt gekk þetta nokk-
urn veginn slysalaust, en þó ekki alveg.
Á þessum árum fór kennslan oftast fram
í fundarhúsum, rjómabúshúsum o. þ. 1.
húsnæði, sem var ófullnægjandi til
slíkra hluta. Og á meðan ég kenndi á
Suðurlandsundirlendinu, hafði ég elda-
vélina með mér (litla Skandiavél og
rörin með). Áhöldin átti ég flest sjálf,
ég hafði keypt þau, svo að við stæð-
um ekki fastar. Lítið eitt lét Búnaðar-
félag Islands mig fá. En af því að víða
voru engir verzlunarstaðir nærri, hafði
ég með mér ýmislegt af matvælum, til
þess að vinna úr, svo að námskeiðin gætu
orðið að sem beztu liði. Eldavélina seldi
ég í Þykkvabænum, er ég fór þaðan og
skilaði peningunum til Búnaðarfélags Is-
lands.
Maður kynntist mörgum og mörgu á
þessum árum. Kom fyrir að vantaði hina
nauðsynlegustu hluti, borð og sæti, ljós
og stundum eldavél. Námskeið voru svo
misjafnlega undirbúin. Var stundum vís-
að á kolryðgaðar kamínur o. þ. h. En allt-
af tókst okkur að vera búnar að koma
okkur upp heimili áður en lauk. Og stúlk-
urnar græddu mikið á því að koma fyrir
hlutum og tækjum i eldhúsi — en þetta
var ekki áreynslulaust. Oftast að loknu
námskeiði vildu námsstúlkur hafa
skemmtun, og fólk streymdi að, og varð
ég þá, auk annars undirbúnings, að flytja
erindi. Þyngst var að fá aldrei einn ein-
asta hvíldardag. Námskeiðin voru svo
þétt, hvert á eftir öðru. Upp á hestinn á
morgun eða út í bátinn, og nýjar stúlkur
komnar á nýjan stað og þær þurftu að
fá að borða, og þannig gekk þetta. öllu
þurfti að koma fyrir í snatri, þetta endur-
tók sig alls staðar.
Víða var ég látin flytja erindi á þess-
um árum.
Þá er það Staðarfellsskólaþátturinn.
Þann skóla stofnaði ég sem einkaskóla
vorið 1927, með þeirri kvöð meðal ann-
ars, að ég ræki bú, hefði kirkjuhald og
síma og bréfhirðingu. Þetta var ógætileg
16 HÚSFREYJAN