Húsfreyjan - 01.09.1957, Qupperneq 17

Húsfreyjan - 01.09.1957, Qupperneq 17
r HÚSFREYJAN óshar öllum lesendum sínum gle&ilegra jóla og farsœls nýárs. V_______________________________ krafa. Að vera húsmóðir á Staðarfelli, stórri bújörð til sjós og lands og vinna að margvíslegum umbótum í ræktun og byggingum, var alveg nóg verkefni. En þar sem skólinn stóð í 9 mánuði og ég taldi mína skyldu þar fyrst og fremst, er hætt við, að eitthvað hafi orðið að gjalda. Og það tók á heilsu mína. Þarna í skólanum var kennt, auk mat- reiðslu og húshalds, handavinna: saumur, hannyrðir, vélprjón og vefnaður. Bóklegar námsgreinar: næringarefna- fræði, heilsufræði, heilsuvernd, hjálp í viðlögum, íslenzka, reikningur og upp- eldisfræði (hún flutt í fyrirlestrum). Garðyrkja og ostagerð einföld, auk þess ýmiss konar geymsla á mat, mest niður- suða. Vorið 1931 sleppti ég búinu. Þá var búið að breyta skólanum í Herdísarskóla. En engin ný reglugerð kom þó, og var skólinn starfræktur á sama hátt og fyrr, og sama forstöðukona. Þegar þarna var byrjað skólahald, voru þar engar fastar samgöngur, hvorki á sjó né landi. Lítið eitt lagaðist þetta, eftir að bílfært varð að Staðarfelli. Samgöngu- leysið olli miklum örðugleikum, bæði við byggingar og aðdrætti alla, einnig fyrir námsmeyjar. Títt var það að þótt skólinn hefði fengið næga umsækjendur, komu ________________________________________J þær ekki allar og þá var ekki hægt að bæta í skörðin, þar sem engar voru ferðir. En þetta hefur nú allt staðið til bóta. Annað, sem var örðugt á þessu tíma- bili, var kreppan. Stúlkur sóttu um skól- ann, já, oftar en tvisvar þær sömu, en komu ekki, af því að þær sáu sér það ekki fært vegna peningaskorts. Árið 1936 um haustið flutti ég frá Staðarfelli. Heilsan var léleg og fór ég þá til útlanda til að leita mér lækninga. Um vorið voru komnar nægar umsóknir fyrir næsta vetur. Ég tilkynnti strax að prófi loknu kennslumálaráðherra burtför mína og gat þess, að umsóknir væru komnar nægar. En af einhverjum mér óþekktum orsökum, var dregið með nýja ráðstöfun, svo að flestar höfðu tekið um- sókn sína aftur. Vegna langvarandi heilsubrests fór ég þá beint til útlanda og var örðugt að fá meinabót, enda kennt mest um ofþreytu. Eftir ársdvöl frá starfi tók ég að mér að kenna nokkrum sinnum á námskeið- um og einnig stofnsetti ég og starfrækti 1 vetur skólaeldhús í Flensborgarskólan- um. En ég fann, að ég þoldi ekki að kenna, svo þar hætti ég, þrátt fyrir ítrek- aða ósk skólastjóra um að ég héldi þar áfram með kennslu. Sigurborg Kristjánsdóttir. HÚSFREYJAN 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Húsfreyjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.