Húsfreyjan - 01.09.1957, Síða 18
í ljóðabókinni Hrafnamál, eftir Þor-
stein Valdimarsson, er kvæði sem heitir
Söknuður og er svona:
Hver af öðrum til hvíldar rótt
halla sér nú og gleyma
vöku dagsins um væra nótt
vinirnir gömlu heima.
Þó leið þín sem áður þar liggi hjá
er lyngið um hálsa brumar,
mörg höndin, sem kærast þig kvaddi þá,
hún kveður þig ekki í sumar.
Og andlitin, sem þér ætíð fannst
að ekkert þokaði úr skorðum
— hin sömu, jafn langt og lengst þú manst —
ei ljóma nú við þér sem forðum.
Og undrið stóra, þín æskusveit,
mun önnur og smærri sýnast.
Og loksins felst hún í Iitlum reit
af Ieiðum, sem gróa og týnast.
Efalaust fer mörgum sem mér við lest-
ur þessa kvæðis. Hugurinn hvarflar til
bernskustöðvanna og vitjar leiðanna í
kirkjugarðinum heima. Á huga minn
sóttu minningar um tvær konur, er
nú hvíla í Vallakirkjugarði í Svarfaðar-
dal, minningar, sem mótaðar eru viðhorfi
unglings, er yfirgefur æskustöðvarnar
fyrir tvítugsaldur og því metur þar menn
og málefni eftir því, hvernig þeir skír-
skota til tilfinninga hans.
öldruð kona spinnur á rokk og segir
barni sögu.
Þessi minningamynd er sameign
flestra þeirra, er ólust upp á íslenzkum
sveitaheimilum á fyrstu tugum þessarar
aldar. I bernskuminningum mínum má
segja að fyrir beri fyrst og síðast sögu-
konuna við rokkinn — Guðrúnu Sigur-
jónsdóttur.
Aldrei hef ég spurt um, hvaða ár hún
kom á heimili foreldra minna að Völl-
um. Hún var þar frá því ég fyrst man
eftir mér — ein af meginstoðum tilver-
unnar, sem óhugsandi var að hyrfi eða
breyttist. Eldri og lífsreyndari heima-
mönnum en mér hefði efalaust líka þótt
skarð fyrir skildi, hefði hún horfið frá
okkur fyrr en raun varð á.
1 bernsku skorti mig stundum jafn-
aldra leikfélaga og leitaði því oft dægra-
dvalar hjá fullorðna fólkinu. Guðrún
sat löngum við spuna á vetrum og var
mér allra meina bót að setjast hjá henni
og biðja um sögu.
„Hvað viltu heyra?“
„Þegar þú varst lítil,“ voru oftast inn-
gangsorðin. Svo rak hver sagan aðra —
atvik úr æsku þeirra, er voru unglingar
kringum 1880, þegar lífsbaráttan var
ómild sakir harðæra og fátæktar, en
skemmtanir og annar munaður af skorn-
um skammti. Siðan komu huldufólks-
sögur og ævintýri. Töfrar þessara stunda
fyrnast aldrei. Óhætt var að bera fram
spurningar og athugasemdir, án þess að
óttast þyrfti spott eða köld svör. Guð-
rún skildi börn, skildi, að þeirra sorgir
og vandamál eru þeim ekki léttbærari
fyrir það, að þau kunna að vera smá-
vægileg í augum hinna fullorðnu.
Af Guðrúnu á ég aðeins eina ljósmynd,
smámynd, sem tekin er á hlaðinu á Völl-
um. Þar standa þær hlið við hlið, móðir
mín og hún, og haldast í hendur. Slík
mun samvinna þeirra hafa lengst af ver-
ið þá áratugi, er þær voru samvistum.
18 HÚSFREYJAN