Húsfreyjan - 01.09.1957, Blaðsíða 21

Húsfreyjan - 01.09.1957, Blaðsíða 21
Daginn, sem ég varð fullorðinn Eftir Leck Fischer. Þegar þetta gerðist, var ég ellefu ára gamall. Fyrsta daginn, sem við vorum í skól- anum eftir jólaleyfið, fékk ég heimboðið. öllum drengjunum úr bekknum var boðið heim til Hinriks á afmælisdaginn hans, og við gátum ekki um annað talað á leið- inni úr skólanum. Hinrik átti heima í stærsta húsinu í bænum, og foreldrar hans höfðu þrjár vinnukonur. Það átti að vera matarveizla, og faðir Hinriks hafði fengið töframann til þess að skemmta okkur. Þessi töframaður gat látið hvítar kanínur stökkva sprelllifandi út úr nefinu á manni. Það var svo sem engin furða, þó að við hlökkuðum til. Þegar ég kom heim, voru allir farnir að borða. Pabbi var að blanda meðalið sitt, og Pési hrökk svo við, þegar hurðin skelltist aftur á eftir mér, að hann missti skeiðina ofan í diskinn sinn. Jörgen hélt áfram að borða, eins og ekkert hefði í skorizt, en mamma leit ásökunaraugum á mig. Ég hafði gersamlega gleymt, hvað tímanum leið. Við fórum að rífast út af töfrabragðinu með kanínurnar á heim- leiðinni, og það tók sinn tíma að leiða rifrildið til lykta. ,,Þú kemur seint. Seztu niður og farðu að borða,“ sagði pabbi og drakk meðalið sitt og fékk sér skeið af súpu strax á eftir. Gleði mín dofnaði við orð hans. Pabbi var veikur og hafði verið frá störf- um í þrjá mánuði. Á þessum þrem mán- uðum hafði hann breytzt mikið. Það var engu líkara en að hann sæi okkur ekki. Eins og hann hefði gleymt, að við vorum til. Við áttum að hafa hægt um okkur til þess að þreyta hann ekki. Á hverjum degi bað mamma okkur um að hafa ekki hátt, en það var enginn hægðarleikur. Hvers vegna mátti ég ekki láta gleði mína í ljós núna, þegar ég var svona glaður? Og ég gat heldur ekki þagað. Ég sagði frá afmælinu og því, að okkur væri öllum boðið og mér var svo mikið niðri fyrir, að ég stamaði og var óðamála og velti glasinu mínu um koll. Mamma var staðin á fætur til að ausa upp súpunni, og hún leit aftur ásakandi á mig, en þá var það um seinan. Hún setti súpudiskinn fyrir framan mig: „Jæja, Svo þú ætlar í afmælisveizlu." Annað sagði hún ekki. Hún sýndi engan áhuga, enga gleði og það sljákkaði í mér. Mamma hafði líka breytzt. Það var eins og sjúkdómur pabba væri einhvern veginn smitandi. Ekki svo að skilja, að mamma væri veik á sama hátt og pabbi, en mér fannst hún samt ekki vera heilbrigð. „Eigið þið að dansa kringum jólatré?“ Það var Pési, sem spurði. Hann var ekki enn farinn að ganga í skóla og honum var aldrei boðið í afmæli. Jörgen lagði við hlustirnar. Hann var í 1. bekk og honum hafði tvisvar verið boðið í afmæli, en hann kærði sig ekki um veizlur. Honum leiddist í veizlum. Þegar hann fékk ekki að lesa bækur í friði, leiddist honum. „Auðvitað dönsum við í kringum jóla- tré. Jólatréð heima hjá Hinrik er svo stórt, að það nær alveg upp í loft,“ sagði ég sigri hrósandi til þess að vekja aðdáun Pésa og það tókst mér líka. En ég hafði ekki fyrr sleppt orðinu en ég dauðsá eftir öllu saman. Pési leit á jólatréð okkar, sem stóð á saumaborðinu hennar mömmu. Það var tæpur metri á hæð og þetta var HÚSFREYJAN 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.