Húsfreyjan - 01.09.1957, Síða 31

Húsfreyjan - 01.09.1957, Síða 31
r Heimilis þáttur L__________j Færid heimilisreikninga! Hagstæður heimilisbúskapur er hornsteinn góðrar þjóðarafkomu. Oft heyrist fólk ræða um það í áliyggju- tón, að íslendingar séu skuldugir og að þjóðarbúskapur okkar beri sig illa. Þó virðast litlar ráðstafanir gerðar til úr- bóta. Við höfum á síðustu árum búið við bezta atlæti á marga lund. Ekki er hægt að segja, að vöruskortur hafi verið hér neinn, þótt stundum hafi ekki fengizt ein- stakir hlutir, sem telja má til nauðsynja, og oft hefði mátt óska heppilegri inn- kaupa, t. d. á'búsáhöldum, vefnaðarvöru og ýmsu öðru til heimilisnota. Stafar þetta m. a. af skipulagsleysi á innflutn- ingi. Ætla mætti, að hægt væri að fá hér betra lag á, ef húsmæður ættu sinn full- trúa meðal ráðamanna í innflutningsmál- um, og hefði hann sérmenntun í vöru- þekkingu og innkaupum til heimilisnota. Meðan sumar nágrannaþjóðir okkar hafa lagt hart að sér til að koma fjárhag sínum á réttan kjöl eftir stríðið, hefur fólk hér búið við betri lífskjör en nokkru sinni áður, lætur fátt eða ekkert á móti sér, en þjóðarbúið safnar skuldum er- lendis í stórum stíl, sem gera þjóðina smám saman ófrjálsa og háða skuldu- nautunum. Nýlega hefur fjármálaráðherrann lýst ástandinu í fjármálum þannig, að það sem mest einkenni ríkisbúskapinn nú á þessu ári, sé fyrst og fremst stórkostleg lækkun ríkisteknanna frá því í fyrra, og frá því sem gert hafði verið ráð fyrir í byrjun ársins. Hver einstaklingur, hver húsmóðir veit, hve alvarlegt ástand það er, þegar tekjur heimilisins verða miklu minni en ætlað hafði verið og minni en nauðsynleg gjöld virðast vera. Heimilisbúskapur er aðeins smækkuð mynd af þjóðarbúskapnum. Hvert heimili landsins er sem mikilvægur hlekkur í þjóðarbúskapnum. Ef vel væri búið á sérhverju heimili, mætti ætla, að þar væru traustir homsteinar góðrar af- komu þjóðfélagsins. Er því ekki tímabært fyrir húsmæður landsins að gefa því náinn gaum, hvort þær stýri heimili sínu með þá sparsemi í huga sem sltyldi? Talið er, að um % hlutar tekna heimilisins fari til kaupa á fæði, klæðum, húsnæði, eldsneyti og öðru til beinna heimilisgjalda, og allt þetta, sem nemur stórkostlegum fjárupphæðum, er að mestu leyti í höndum húsmæðranna til ráðstöfunar. Væri ekki gott fyrir hverja húsmóður að lita nú af kostgæfni í eigin barm — er ég nægilega aðgætin um hag heimilis míns og um leið þjóðar minnar í heild? — Það er að nokkru leyti á valdi húsmæðra landsins, hvernig inn- kaupum til landsins er hagað, hversu góð- ar vörur eru á markaðnum og hvernig þjónusta verzlana og verzlunarfélaga við viðskiptavinina er. Það ætti ekki að leyf- ast verzlunum að bjóða húsmæðrum hvaða vöru sem er, en þá er nauðsynlegt, að þær standi fast á sínum hlut, láti óspart í ljós óánægju sína og ennfremur óskir til úrbóta. Nú eru senn áramót framundan. Þá er gott að gefa fyrirheit um nýjar fram- kvæmdir. Það væri tilvalið fyrir ykkur, húsmæður, að hefja nú reikningshald heimilisútgjalda með nýju ári. Það þyrfti HÚSFREYJAN 31

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.