Húsfreyjan - 01.09.1957, Page 39
Kremið:
125 gr. smjörlíki 2 msk. kakaó
125 gr. flórsyltur 2 eggjahvítur
3 msk. rjómi eða mjólk 100 gr. flórsykur
100 gr. suðusúkkulaði
L...
Skákterta.
Kakan: Deigið bakað þannig, að það
fást 2 jafnstórar kökur. Séu 2 mót til,
bökum við báðar kökurnar í einu, annars
hvora á eftir annarri. Mótin smurð vel
og hveiti stráð. Klippið ræmur úr stífum,
hvítum pappír, smyrjið ræmurnar beggja
vegna með olíu og búið til úr þessu hring.
Ágætt er að festa hringina saman með
pappírsklemmum. Setjið hringina í mótið
eins og myndin sýnir.
Eggjarauðurnar og 4 msk. vatn eru
þeyttar vel með sykrinum. Smjörlíkið
hrært lint, eggjafroðunni hrært varlega
saman við. Hveiti og lyftidufti sáldrað
saman, hrært út í deigið, einnig mjólkin.
Stifþeyttum eggjahvitunum hrært varlega
saman við.
Deiginu er skipt í 2 jafna hluta, í annan
helminginn er hrært kakaói, íhinn vanillu-
dropum. Setjið deigið í mótin eins og
myndin sýnir, ljóst deig í miðju annars
mótsins, dökkt í hitt o. s. frv. til skiptis.
Þegar deiginu hefur verið jafnað í mótin,
eru pappírshringirnir fjarlægðir með gát,
þannig að hið dökka og ljósa deig fljóti
ekki saman. Kökurnar bakaðar við væg-
an hita (175°—200°) nál. 40 mín., eða
þar til þær eru gegnumbakaðar. Þegar
kökurnar eru kaldar, eru þær lagðar sam-
an með kremi á milli og þeim þrýst veí
saman. Kakan hulin að utan með afgang-
inum af kreminu. Kakan er bezt hafi hún
fengið að brjóta sig nokkra daga. Geym-
ist vel.
Kremið: Súkkulaðið er brætt við væg-
an hita. Flórsykur og smjörlíki hrært, þar
til það er hvítt, rjómanum hrært saman
við í dropatali. Hið kælda súkkulaði og
kakaó sett út í. Eggjahvíturnar eru stíf-
þeyttar, 100 gr. flórsykri blandað saman
við. Þessu er svo hrært varlega saman við
kremið.
Að lokum er hér ein kökuuppskrift,
sem útheimtir engan bökunarofn. Geym-
ist vel.
KEX-SÚKKULAÐIKAKA
22—26 sætar, ferhyrndar 3% dl. flórsykur
kexkökur 3—7 msk. kakaó,
250 gr. plöntufeiti eftir smekk
2 egg
Plöntufeitin brædd við vægan hita,
kæld. Egg og sykur þeytt vel saman, kakaó
sett í eftir vild. Kakan verður ljósari og
HÚSFREYJAN 39