Húsfreyjan - 01.09.1957, Side 40
ÁVEXTIR ERU HANDHÆGIR OG HOLLID
Það sem af er haustinu, höfum við get-
að fengið gnægð suðrænna ávaxta, appel-
sínur, grapealdin, sítrónur, melónur og
banana. Vonandi komum við til með að
njóta þeirra fram að jólum og trúlega
bætast epli við og jafnvel vínber. Ávextir
þessir eru mjög hollir, bæði ríkir af fjör-
efnum og söltum, auk þess sem þeir eru
ekki mjög mettandi og kemur það sér því
vel að hafa þá um jólin, þegar okkur hætt-
ir til að borða allt of þungan og fitandi
mat. Á ekki aðeins að bera þá fram milli
mála, heldur eiga húsmæðurnar að reyna
að flétta þá inn í sjálfar máltíðirnar og
geta á þann hátt létt sér störfin, þvi úr
þeim má gera ljúffenga for- og ábætis-
rétti án mikillar fyrirhafnar. Mörgum
þykir jafnvel bezt að fá þá ótilreidda. Þá
er aðeins þess að gæta að þvo ávextina
vel og þurrka, áður en þeim er raðað
fallega upp á fat, þegar þeir eru bornir
fram. Er skemmtilegast að blanda nokkr-
um tegundum saman.
Grapealdin eru ákaflega ljúffeng og
lystaukandi sem forréttur. Eru þau þveg-
in og skorin þversum. Aldinkjötið losað
frá brúninni með beittum hníf og það síð-
an skorið í bita frá miðju. Ef vill er
tsk. af sykri stráð á hvern helming, og
fallegt er að setja rautt ber eða hlaup í
miðjuna, þegar það er borið fram. Einnig
má losa allt aldinkjötið úr barkarhelm-
ingnum, skera það í bita, þykka húðin
Ávextir á fati.
milli bátanna fjarlægð, og síðan er aldin-
kjötið látið í barkarskálina á ný.
APPELSfNUSALAT
4-6 safamiklar 1-2 dl. þeyttur rjómi
appelsínur (V2 dl. hvítt vín
3 msk. strásykur eða sherry)
Appelsínurnar eru þvegnar og flysjað-
ar. Hreinsið vel burt allt það hvíta og
skerið appelsínurnar í 4 parta, síðan í
þunnar sneiðar. Sneiðarnar látnar í skál,
sykri stráð á milli, ef vill er gott að
hella víni yfir. Skreytt með þeyttum
rjóma og rifnu súkkulaði. Sé þeyttur
rjómi ekki settur á, er salatið ágætt sem
forréttur, en þá er betra að nota vin.
Rétturinn bíði um stund á köldum stað,
þó ekki of lengi, er þá hætta á að appel-
sínurnar verði bitrar, safinn dregst úr
mildari á bragðið, sé minnsta magnið not-
að, dekkri og megnari þeim mun meira,
sem notað er. Ylvolgri plöntufeitinni
hrært saman við. Ef plöntufeitin er of
heit, er hætta á, að súkkulaðideigið að-
skiljist.
Aflangt kökumót er klætt að innan
með smjörpappír. Súkkulaðideig látið í
botninn, síðan kemur kexlag og súkku-
laðideig til skiptis, efst á að vera súkku-
laðideig.
Mótið sett á kaldan stað, svo að kakan
geti stífnað, helzt til næsta dags. Kakan
tekin úr mótinu, ef vill má skreyta hana
með söxuðum möndlum.
40 HÚSFREYJAN