Húsfreyjan - 01.09.1957, Side 46
sat bísperrtur hjá körfunni með jólagjöf-
unum og þefaði forvitnislega að henni.
Hann mundi frá fyrri jólum, að í körf-
unni var pakki til hans, kjötbiti í sósu,
og nefið sagði honum, að svo væri enn.
Jólagjafirnar í körfunni voru ekki eins
margar nú og stundum áður. Frændfólk-
ið í Oslo og Stokkhólmi ætlaði að koma
með sínar gjafir með sér á annan í jól-
um. Og Andrés hafði fengið nýju skíðin
sín snemma um daginn, svo að þau væru
tilbúin óðara og skíðafæri kæmi. Loð-
kápan hennar Tullu og sænski sleðinn
áttu ekki heima inni í dagstofu. Dreng-
irnir smáþokuðu sér nær körfunni. Þeim
var orðið mál á að afhenda gjafirnar sín-
ar. Hans hafði keypt þrjár, litlar mynd-
ir, allar eins, af Kristi í jötunni, handa
Mömmu, Theu og Tullu, og Andrés gaf
handavinnuna sína úr skólanum: fugla-
búr, bókahillu og grænmálaðan stól. Það
var alls ekki svo afleitt, þegar þess var
gætt, hver smiðurinn var. Andrés hafði
orð fyrir að vera óvenjulega klaufskur
í höndunum.
Á borðinu stóð stóra koparskálin,
barmafull af hnetum, ávöxtum og smá-
kökum, öllum sjö tegundunum, sem venja
er í Guðbrandsdal að baka fyrir jólin.
Mamma hellti miði í gömlu glösin. Eng-
um þótti hann góður, sætur og límkennd-
ur, en samt voru engin jól án hans. Að
lokum sótti börnin svefn. Tulla geisp-
aði eins og hún ætlaði að gleypa alla fjöl-
skylduna og var þæg eins og lamb, þeg-
ar Thea fór með hana upp í rúmið. Hans
hnipraði sig eins og köttur á legubekkn-
um og blundaði. Andrés og Mamma sátu
ein við eldinn og horfðu á jólatréð. Hvert
kerti af öðru brann upp. Ljósin slokkn-
uðu, og þægilegur ilmur af bræddu vaxi
og furu fór um stofuna. Eldurinn á arn-
inum var orðinn að rauðri glóð, sem smá-
snarkaði og gnast í. Mamma og Andrés
höfðu æfinlega notið þess að sitja þögul
saman við eldinn.
Klukkan tíu kom vagninn. Böe ók allt-
af sjálfur á aftansönginn. Hann sagðist
gjarnan vilja gera það á jólanóttina, því
að foreldrar hans bjuggu niðri á Hamri,
og hann gat skotizt inn til þeirra og boð-
ið gleðileg jól, rrieðan mamma og dreng-
irnir voru í kirkjunni.
Kapellan á Hamri, helguð heilögum
Þorfinni, var stór stofa í Systrasjúkra-
húsinu. I kvöld var hún glitrandi í ljós-
um og stráð blómum. Vinstra megin við
háaltarið hafði jatan verið sett, og hver
maður á Hamri var öruggur um, að það
væri fallegasta jatan í öllum Noregi, ef
ekki í öllum kristnum heimi. Ung furu-
tré fylltu hornið, heill norskur skógur.
Grænn mosi og bláberjalyng vöfðust um
fjárhúskofann, og í þessa iðgrænu á-
breiðu var stungið hvítum túlípönum,
hyasintum og rauðum jólarósum. Hver
einasta fjölskylda í söfnuðinum hafði
sent lifandi blóm til að prýða með jöt-
una. Fjárhúskofinn var úr hvítum birki-
stofnum og með hálmþaki. Móðir Ful-
gentía hafði notað umbúðirnar um messu-
vinið. Hún var alltaf hagsýn, blessunin.
Stór stjarna skein yfir kofaþakinu, og í
skyni hennar sýndust María og Jósef,
sem krupu við jötuna, og fjárhirðarnir og
konur þeirra, sem komu með ær og lömb
til að gefa Maríu, eðlileg og sönn.
,,Það er hann sjálfur,“ sagði Aagot litla
Larsen, sem kraup við hliðina á Hans.
,,Hver?“ hvíslaði Hans, hrifinn og for-
vitinn.
„Jesús, auðvitað. Ég sá hann hreyfa
fótinn svolítið rétt áðan.“
,,Já, en sástu, þegar uxinn hristi höf-
uðið?“ spurði Hans.
,,Já, ég held það nú. Það er mesta
mildi, ef hann ærist ekki og rekur Maríu
mey í gegn með hornunum."
,,Það þorir hann ekki.“
46 HÚSFREYJAN