Húsfreyjan - 01.09.1957, Qupperneq 47
Mamma og frú Larsen flýttu sér að
þagga niður í börnunum, en Móðir Ful-
gentia, sem sat hjá nunnunum á næsta
bekk fyrir framan, sneri sér við og lagði
fingurinn á munninn. Hún brosti svo
björtu brosi, að augu hennar geisluðu
eins og jólaljósin, og börnin brostu á
móti og hættu hvíslinu.
En þegar messunni var lokið, og þeir
af söfnuðinum, sem áttu langt heim, sátu
að tedrykkju hjá systrunum, sögðu Aagot
og Hans hvort í kapp við annað sögur
af því, er þau höfðu séð, meðan prestur-
inn las messuna. María mey hafði breitt
ábreiðuna yfir Jesúbarnið, en það hafði
óðara sparkað henni ofan af sér. Hundar
hjarðmannanna höfðu snuðrað í kringum
kofann, og heilagur Jósef hafði klappað
þeim . . .
Ef til vill hefir börnunum sýnzt mynd-
irnar við jötuna hreyfast i blaktandi skini
altarisljósanna. Og þau voru lokkuð til
að segja meira og meira, því að systurn-
ar voru í essinu sínu og skellihlógu, þó
að reglurnar bönnuðu allt samtal milli
kvöldbæna og morgunmessu. Systir Rog-
ata var svo kimin á svipinn og kyndug
í látbragði, að krakkarnir hlupu til henn-
ar og stukku upp í fangið á henni. Systir
Rogata átti hvert barn að einkavini.
,,Það er af því, að hún kemur hvergi
nærri skólanum,“ sagði Móðir Fulgentia
þurrlega.
Systir Rogata hjúkraði á augnlækn-
ingadeildinni.
Klukkan var orðin tvö um nóttina,
þegar Mamma og drengirnir stóðu upp
og héldu til fundar við Böe, sem beið
með vagninn. Og nú gerðist hvert undr-
ið af öðru. Stígurinn var hvítur, þök
húsanna hvít, og greinar trjánna mark-
aðar fínum, hvitum línum. En mjöllin féll
svo hægt, að hver slóð hélzt um stund
svört á fölri jörðinni. En þetta var góð-
ur snjór, kornin þétt, hörð og þurr. Þau
skullu á rúðum vagnsins eins og léttir,
stingandi oddar, er Böe ók af stað.
Göturnar í Hamri voru auðar og þög-
ular. Og þegar þau komu út úr bænum,
sýndist vegurinn í birtu vagnljósanna
eins og hvítt band dregið millum dökkra
stofna og ljósra greina skógarins. Girð-
ingar, hlið, tré og svefndrukkin smáhýsi
skunduðu fram hjá. Ekkert var betra
við þessar næturferðir á jólunum, þótti
drengjunum, en vissan um það, að þeir
væru einir á ferli og úti í vagni, meðan
allir aðrir sváfu allt í kringum vatnið.
Allt í einu stökk elgur út úr skógin-
um. Hann hljóp spölkorn á undan vagn-
inum. Ljósin féllu á hann, svo að næst-
um mátti greina hvert hár á grábrúnum
feldinum og hverja grein á klofnum horn-
unum. En þegar Mamma sneri sér við
og ætlaði að benda drengjunum á hann,
sátu þeir eins og myndastyttur í aftur-
sætinu og steinsváfu.
Drífan, sem þyrlazt hafði æ ákafar um
rúður vagnsins, breyttist nú x stórar,
fjaðurlaga flygsur, og snjókoman óx óð-
um. Thea stóð við hliðið og hélt þvi opnu,
meðan ekið var í gegn. Hundarnir þekktu
vagninn hans Böe á hljóðinu og sögðu
frá honum, löngu áður en til hans sást.
Nú tóku þeir á rás á móti honum, geltu1
upp í loftið, veltu sér í snjónum og
sleiktu hann með lafandi tungum.
Syfjaðir drengirnir bröltu út úr vagn-
inum og sáu, að nú voru jól í Noregi.
Gleðin var þess vegna tvöföld að setj-
ast að borðinu, sem beið, hlaðið beztu
jólakrásum. Erfitt yrði úr því að skera,
hvort þetta skyldi kallast kvöld- eða
morgunverður. En í sveitum, sem halda
við gömlum venjum, er fyrsti bitinn af
jólagrisinum og öllu hinu sælgætinu tek-
inn einhvern tíma milli miðnættis og
dögunar. Thea hafði borið á borðið sviða-
ost, svínsflesk, reykta hreindýrstungu og
lifrarstöppu. Hans, sem aldrei mátti
HÚSFREYJAN 47