Húsfreyjan - 01.09.1957, Qupperneq 48
- Þá ég heyri góðs manns getið, kemur mér
jafnan hann í huga.
Hinn 12. nóv. síðastl. voru liðin 100
ár frá fæðingu sr. Magnúsar Helgason-
ar, skólastjóra Kennaraskóla Isl. fyrstu
20 árin, er sá skóli starfaði eða frá 1908
til 1929. Var þessa afmælis minnst sér-
staklega í Kennaraskólanum sem verð-
ugt var. Efast óg eigi um, að allir nem-
endur sr. Magnúsar hafi um þær mund-
ir minnst með sjálfum sér þeirra áhrifa,
er þeir urðu fyrir undir handleiðslu þessa
mæta manns. Sóttu þær minningar að
minnsta kosti fast á mig. Hið hreina,
heiða og rólega yfirbragð þessa merka
manns verður mér jafnan minnisstætt,
hreimur raddar og látlaus, en þó áhrifa-
rík framsaga hverrar ræðu, er enn eftir
nær 50 ár svo í fersku minni sem nýver-
ið hefði í eyrum ómað. En svo vel vand-
aði hann ræður sínar, að margt í þeim
mun standa sem sígildur sannleikur sagð-
ur á eftirminnilega fagran hátt. Skal hér
birtur kafli úr einni ágætisræðu hans og
bragða kaffi, fékk nú slatta i bollann sinn
og þrjá dropa af brennivíni í glas, svo
að hann gæti skálað og boðið gleðileg jól
einu sinni enn.
Njörður og Neri voru glaðvakandi, og
Njörður húkti á afturlöppunum og sníkti
í sífellu, meðan Mamma mataðist. Neri
lá í kjöltu Andrésar og hrifsaði öðru
hverju bita af diskinum hans. Auðvitað
gera ekki nema illa vandir hundar slíkt,
en segja verður hverja sögu eins og hún
gengur. Og svo er það nú svona, að á
jólunum er margt leyft, sem bannað er
hversdagslega.
mun það margur mæla, að aldrei sé sú
vísa of oft kveðin, sem er grunntónninn
í þessum ræðukafla:
. . ,,Trúa myndi ég, ef Njáll segði mér,
því að það er mælt, að hann ljúgi aldrei,“
sagði Högni á Hlíðarenda. Þetta þykir
mér fegurstu einkenni gullaldarmanna,
að heitin þeirra eru betri en handsöl
annarra manna, og að þeir ljúga aldrei.
Aftur á móti slær ekkert eins svörtum
skugga á Sturlungaöldina — að ég ekki
tali um síðari ómennskualdir — eins og
óorðheldnin. Nú er ísland aftur orðið full-
valda ríki, og hvar stöndum vér nú, syn-
ir þess og dætur, í þessu efni? Hvort
líkjumst vér um það meir gullaldarmönn-
um eða hinum? Það er íhugunarefni öll-
um þeim, sem annt er um ísland og sæmd
íslendinga. Ég reyni ekki að leysa úr
spurningunni. Svipist hver um hjá sér.
En eftirtekt mína hefur það vakið, að
hvert mannsbarn á landinu, að kalla má,
Tullu eina vantaði að borðinu. Henni
var betra að sofa í næði. Á morgun, þeg-
ar aðrir verða í rúminu, situr Tulla við
gluggann. Hún þreytist aldrei á að horfa
á stóra fánann blakta við hún. Blærinn
breiðir úr honum, svo að blár og hvítur
krossinn blikar á dökkrauðum feldinum.
Annað veifið hjúfrar liann sig upp að
stönginni eins og lífi gædd vera. Jafnvel
í blækyrru veðri og logndrífu situr Tulla
við gluggann eins og trúr varðmaður,
horfir og bíður . . .
48 HÚSFREYJAN