Húsfreyjan - 01.09.1957, Qupperneq 49

Húsfreyjan - 01.09.1957, Qupperneq 49
man orðin hans Gunnars, er hann sneri aftur: „Fögr er hlíðin, svá at aldrei hef- ur hún mér jafnfögr sýnzt, ok mun ek ríða heim aftr ok fara hvergi." Og þetta er eitt af því, sem gert hefir minningu hans hverjum manni hugljúfa. Líklega á Jónas sinn þátt í því líka með kvæðinu sínu, Gunnarshólma. Ef að er gáð, þá er þó þetta eitt af þvi fáa, sem Gunnar gerði rangt á ævi sinni. Aftur á móti hef ég varla orðið þess var, að nokkur muni orðin, sem Kolskeggur svaraði, er Gunn- ar vildi að hann gerði slíkt hið sama. Þið munið, að bróðerni þeirra var svo ástúðlegt sem verða mátti, og vafalaust hefur Kolskeggur verið þess fúsastur að deyja með Gunnari, eins og Illugi með Gretti, en þó svaraði hann þessum orð- um: „Hvorki mun ek á þessu níðast ok á engu öðru, sem mér er til trúað.“ Má ég biðja ykkur öll að festa þessi orð í minni? Ég vildi, að þau stæðu með óaf- máanlegu logaletri í hjarta hvers íslend- ings, karls og konu. Hver sem getur sagt þau með sanni, eins og Kolskeggur, hann er ekki síður sæmdarmaður en Gunnar á Hlíðarenda, hversu mikið sem hann skortir við hann um afl og frækni. Það væri gaman, að sem flestir Islendingar gætu stokkið hæð sína, eins og Gunnar, og enn þá meira gaman, að þeir litu allir ættjörð sína og átthaga sömu ástaraug- um og hann, er hann sneri aftur, en allra ánægjulegast væri þó, að sem flestir gætu tekið sér með sanni í munn orðin hans Kolskeggs: Hvorki mun ég á þessu níð- ast og á engu öðru, sem mér er til trúað. Og gáið nú vel að einu: Hvorttveggja það, sem prýðir Gunnar, er að meira leyti eða minna ósjálfrátt, en það, sem prýðir Kol- skegg, er hverjum manni sjálfrátt. Þá sæmd getur hvert ykkar átt og geymt til grafar, ef viljinn er nógu sterkur og ein- beittur. Það er gaman fyrir ungan mann að vinna Grettisbeltið, heita glímukappi og sundkóngur, en hvað er það á móti þeirri sæmd, að bera þann orðstír hjá öllum er þekkja: Ef hann segir það, þá er nóg; heitin hans eru betri en handsöl annara manna; eða vita með sjálfum sér: Eg hef aldrei á neinu níðzt, er mér hef- ur verið til trúað, hvorki í smáu né stóru. Ég vildi óska, að íþróttamenn vor- ir og ungmennafélög bæru þetta merki ekki lægra né minna fyrir brjósti en í- þróttirnar. Það á vel saman hreysti og drengskapur. Og þegar hver ungur Islend- ingur ber það merki með réttu, þá tel ég vel séð fyrir sæmd þjóðarinnar, hvað sem öðru líður. Ungur maður, sem það merki ber, er eitt hið fegursta, sem ég þekki. Ungur maður, sem lofar í dag og svíkur á morgun; ungur maður, sem skrökvar, hvenær sem honum ræður svo við að horfa; ungur maður, sem hefur þegar vanið menn af að trúa sér til nokk- urs orðs, er ein sú aumasta hryggðar- mynd, sem ég þekki.........Ég hef heyrt sagt um Magyara í Ungverjalandi, að þegar einhver rengdi þá, væri svarið: Ég er Magyar. Það væri gaman að mega segja í sömu merkingu: Ég er Islending- ur. Viljið þið stuðla að því, hver um sig, að Islendingar fái það orð á sig bæði heima og heiman, að þeir ljúgi aldrei, níðist aldrei á því, sem þeim er til trúað, heitin þeirra séu betri en handsöl ann- ara manna ? Gaman væri þá að vera íslendingur. (Ur „Signýjarhárið“>. -----Þótt ísland verði aldrei aftur það, sem það áður var, „öndvegi andans í Norðurhöfum", þá svífur mér œ fyrir sjónum sú framtíðarhug- sjón, að íslendingar megi verða gagnmenntað- asta og jafnmenntaðasta þjóðin í heimi. Það er dýrlegt ætlunarverk okkur öllum að vinna að því, hvar sem staða okkar er að öðru leyti.--- (Sr. Magnús Helgason). HÚSFREYJAN 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Húsfreyjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.