Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 6

Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 6
um fljúgandi að landinu, lauguðu glóandi geislum kvöldsólarinnar. Frú Karen Harrekilde-Petersen er einn- ig frá Danmörku. Hún annast stjórn nám- skeiða þeirra í búsýslu, sem starfrækt hafa verið við Árósaháskóla síðan árið 1945. Hún er kvikleg kona og glaðleg, nokkuð við aldur. Hg vil fyrst og fremst geta þess, segir hún, að búsýslunámskeiðin við háskól- ann í Árósum eru að miklu leyti stofnuð fyrir forgöngu Skúla heitins Guðjónsson- ar, prófessors. Hann bar mikla virðingu fyrir störfum kvenna á heimilunum og á alþjóðlegu móti húsmæðrakennara í Stokkhólmi lét hann svo ummælt, að kalla mætti viðleitni konunnar til að stofna heimili, elzta handverk mannkyns- ins. Hafði ég gaman af að sjá þessi um- mæli hans tekin upp í stóra, bandaríska kennslubók. Eftir að prófessor Skúli andaðist 1955, tók prófessor dr. med. Schönheyder við forstöðu búsýsludeildarinnar og gegnir því starfi enn. í þau tuttugu ár sem deildin hefur starfað hefur námsefni oft verið breytt samkvæmt kröfum tímans. Sú þróun, sem átt hefur sér stað undanfarin ár, hef- ur valdið miklum breytingum á starfi húsmæðrakennara. Ný viðfangsefni koma til sögunnar m.a. hafa heimilisstörfin breytzt til mikilla muna vegna heimilis- vélanna, nú erum við t.d. farnar að fá fjarstýrðar eldavélar. Við skólann er tæknideild, sem fjallar um vélar og er hún m.a. í tengslum við kjarnorkutil- raunastöðvar. Meðal nýrra greina sem teknar hafa verið upp, eru fjölskyldu- fræði og neytendafræði. í nútímaþjóðfé- lagi er mikill vandi að velja það sem hentar þörfum okkar og óskum. Æski- legt væri, að neytendur hefðu framvegis meiri áhrif á framleiðsluna en hingað til, því vöruúrval er orðið svo fjölbreytt. í næringarfræðum er alltaf eitthvað nýtt að koma fram, svo sem kostir og ókostir fitunnar í matnum. Þá verðum við sífellt að gera tilraunir í matseld, svo 4 að hægt sé að gera hana einfaldari, án þess að næringargildi fæðunnar rýrni. Reyndar fer það oftast saman, að því einfaldari, sem matseldin er, því betur notast næringarefnin. Til Árósa hafa sótt 22 íslenzkir hús- mæðrakennarar, sem nú eru starfandi við skóla víðsvegar um Island eða í rann- sóknarstofnunum. Ég veit til dæmis, að önnur þeirra, sem var hjá okkur s.l. vet- ur, starfar nú að fiskniðursuðu. Til okkar hafa líka sótt nemendur frá hinum Norð- urlöndunum og fyrir hefur komið, að við höfum ekki getað veitt öllum viðtöku, sem sótt hafa, því að okkur er gert að skyldu, að helmingur nemendanna sé frá Danmörku. Þetta nám í Árósum er vísindaleg við- bót við venjulegt kennaranám og skipt- ist aðallega í þrjár greinar, sex mánaða námskeið í ýmsum vísindalegum grein- um, sem varða matarræði og næringar- gildi, sjö mánaða námskeið í heimilis- tækni og sjö mánaða námskeið í heim- ilishagfræði. Þar að auki eru svo haldin viðbótarnámskeið fyrir eldri nemendur, þegar ástæða þykir til. Þessi deild er nú einn liður í hinum samnorræna búsýslu- háskóla, sem smám saman er verið að koma á fót við háskóla í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Ungfrú Ingeborg Eidsæther frá Noregi, er miðaldra kona, mælsk og dugnaðarleg. I Noregi hafa nýlega verið gerðar mikl- ar breytingar á fræðslulöggjöfinni, segir hún, og er ekki enn allt komið til fram- kvæmda, sem þar er fyrir mælt, né heldur fengin vissa fyrir, að það sé allt til bóta, en reynslan mun skera úr um það. Á búsýslukennslu í skólum á skyldu- námsstiginu, hefur orðið mikil breyting, sem eðlilegt er, svo mjög sem lifnaðar- hættir allir hafa breytzt. I stórum drátt- um má segja, að megin breytingin sé sú, að dregið er úr verklegum æfingum, en aukin fræðileg kennsla. Mikið hefur ver- ið um það rætt undanfarið, hvort ekki væri verið að gera fjölskyldufræðum of hátt undir höfði í skólunum. En mönnum HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.