Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 36

Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 36
hliðinni voru ofnar einfaldar myndir, sem skýrðu nákvæmlega frá því, hvernig átti að þvo peysuna. Við nánari athugun kom í ljós, að þessir miðar voru í fleiri vörum, sem á boðstólum voru í búðinni, en ég komst að raun um, að starfsfólkið hafði ekki kynnt sér þessar mikilvægu upplýs- ingar. Meiri vitneskja um vörumerkingu í síðasta blaði var í grein minni „Hug- vekja um sparnaðarviku Neytendasam- takanna“ minnzt á vörukynningarmiða (VARE-FAKTA), sem neytendasamtök og aðrir aðiljar á hinum Norðurlöndunum beita sér fyrir að láta á sem flestar vörur. Það skal á það bent, a^ hér sjást nú víða norskar, danskar og sænskar niður- suðuvörur, marmelaði o.þ.h. með áletr- aðri vörukynningu (VARE-FAKTA). Er það mikill hagur fyrir húsmæður. Nú er síður hætta á því, að dósakaup séu ein- hvers konar happdrætti. Við skulum því sýna kaupmanninum, að við höfum áhuga á slíkum vörukynningum og kunnum að meta þær. Einn daginn þurfti ég að kaupa peysu á dóttur mína, og rakst ég á nýstárlegan miða festan í hálsmálið á peysunni. Við fyrstu sýn var miðinn reyndar ekkert ný- stárlegur, því á honum stóð úr hvaða garni peysan var prjónuð og hvaða verk- smiðja hafði framleitt það. Slíkir miðar eru ekkert óvenjulegir í hálsmáli á til- búnum fatnaði. Tilviljun ein réði því, að ég fór að skoða þennan miða betur og viti menn, á bak- 34 Húsmæðrum skal því á það bent, að leita gaumgæfilega að kynningarmiða um meðferð á fatnaði. Það er mikill kost- ur, þegar slíkur miði er úr varanlegu efni og festur í fatnaðinn þannig, að vitneskja er við hendina þegar að því kemur að fara eigi að þvo e.þ.h. En hvernig á þá að skilja myndatekst- ann á miðunum? Dönsk neytendasamtök hafa í samráði við aðra aðilja beitt sér fyrir því að semja einfaldar skýringar- myndir. Á litlum borða er hægt að fá alla nauðsynlega fræðslu um þvott, bleik- ingu, strauingu og hreinsun, og þar að auki stendur á borðanum úr hvaða efni fatnaðurinn er gerður. Myndirnar á borð- anum eru ýmist svartar og hvítar eða i lit- um. Grænn litur táknar, að flíkin sé ekki viðkvæm, og þoli sitt af hverju. Gulur litur táknar, að fara eigi varlega með flíkina. Rauður litur þýðir, að fara eigi mjög varlega með flíkina í þvotti eða hreinsun, eftir því sem merkin sýna. Svartur kross yfir merki þýðir bann (að ekki megi —) HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.