Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 14

Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 14
bezt, og mátti sjá þessar matartegundir á borðum konunga og annarra fyrirmanna í Evrópu á miðöldum. Fram á byrjun 13. aldar hefur fiskur ekki verið mjög mikið notaður hér á landi, en smám saman hafa fiskveiðarnar aukizt og neyzla einnig aukizt innanlands, en mest var þó fiskað til útflutnings. KORNMETI Kornmeti hefur ekki haft mikla þýð- ingu á Islandi í gamla daga. Það var að vísu ræktað dálítið bygg í fyrstu vegna þess, að því voru landnáms- mennirnir vanir. En fljótlega hafa þeir séð, að íslenzk veðrátta hentaði ekki korn- rækt, og hefur þess vegna kornræktin smám saman lagzt niður, nema á fáum sérstaklega veðursælum stöðum. Annars voru kornvörur fluttar inn frá nágranna- löndunum, byggmjöl frá Noregi, rúgmjöl frá Danmörku og hveitimjöl frá Englandi. Það er ekki talað um hafra í fornöld. Yfir- leitt var kornið flutt inn malað, því að á Islandi tíðkaðist ekki að mala korn nema í mjög smáum stíl, m.a. vegna þess, að ekki er þar að fá heppilegt grjót í kvarnar- steina. Það var löngu síðar, fyrst á 18. öld, að farið var að mala korn að ráði á íslandi, og var það einn liður í viðreisnará- formum Skúla Magnússonar. Það átti og að fyrirbyggja, að mjög skemmt mjöl eða maðkað mjöl flyttist til landsins, og það átti að vera nokkur atvinna í landi af kornmöluninni. Einnig átti að vera hægt að kaupa kornmetið ódýrara, ef það var keypt sem heilkorn, ómalað. 1 gamla daga var stundum kvartað um, að mjölið væri sandborið, og stafaði það af slæmum kvamarsteinum, en einnig mun hafa verið reynt að drýgja komið með sandi, og eru það fyrstu vörusvik, sem talað er um hér á íslandi, og voru sett lög þar að lútandi þegar í fornöld. Islenzka kornið, melkornið, hefur verið dálítið notað í Skaftafellssýslum, en ekki að ráði annars staðar. Brauð og grautar hafa því verið sjald- 1% gæfur matur á íslandi, hefur verið litið á það sem sælgæti, sem aðeins hefur verið notað við stór-hátiðir, enda er talað um, að sumir Islendingar hafi verið mjög sólgnir í grauta, þegar þeir komu til Nor- egs. Þegar slæmt var í ári þurfti að flytja meira af mjölmeti til landsins en ella og þá oftast frá Noregi, en stundum voru Norðmenn heldur ekki aflögufærir, því að kornyrkjan var ekki alltof árviss þar. Þeg- ar við hugsum um hin sex litlu skip, sem tilskilið var að sigldu á Island árlega samkvæmt Gissurarsáttmála, sér maður í hendi sér, að ekki hefur verið búizt við, alla jafna, miklum mjölinnflutningi — og oft hafa skipin verið færri en sex og sum árin komu engin skip til íslands. GRÆNMETI Grænmeti hefur aldrei haft mikla þýð- ingu á íslandi frá næringarfræðilegu sjón- armiði. Hvítlaukur var notaður sem lækn- islyf og sem matur á Norðurlöndum í gamla daga, húsmæðurnar hafa sjálfsagt tekið með sér lauk til Islands, en hvit- laukur vex ekki á Islandi og hefur þess vegna fljótlega fallið í gleymsku. Aftur á móti var hægt að rækta graslauk, en garð- arnir voru eftir sem áður kallaðir lauka- garðar eða þá hvannagarðar, því að hvönn var einnig mikið ræktuð og notuð til manneldis í gamla daga, bæði hér á Is- landi og í Noregi. Þegar hart var í ári var farið á hvanna- fjall og safnað hvannarótum, sem síðan voru geymdar þurrkaðar til vetrarins. Fjallagrös hafa einnig verið mikið not- uð til mjöldrýginda, og var þeim safnað á sumrin upp á heiðum og upp til fjalla, þurrkuð og geymd til vetrarins. Söl hafa einnig verið notuð í fornöld á Islandi og allt fram á síðustu tíma. Sölv- unum var safnað saman snemma á sumri, þau þvegin og þurrkuð og fergð í litlum tunnum eða kvartilum. I sölvunum er nokkur sykur, og það er all-mikið C-víta- min í þeim, svo og karótín, sem er eins HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.