Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 10

Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 10
Fæðið á íslandi i gamla daga eltir Baldur Johnsen lækni Til þess að skilja nútímann og gera áætlanir fyrir fram- tíðina er nauðsynlegt að þekkja nokkuð til fortíðar- innar. I grein þessari er gerð tilraun til þess að gefa í sem fæstum dráttum stutt yfirlit yfir manneldi á íslandi í gamla daga. (Ég nota hér orðið manneldi af því að það er orðið algengt í málinu til þess að tákna fæði fólks, en í gamla daga táknaði mann- eldi eingöngu framfærslu fátækra manna á vegum hreppanna á Islandi, og það er vert að geta þess, að líklegast munu engin lönd á byggðu bóli hafa skipulagt svo vel hjá sér fátækraframfæri sem íslendingar gerðu í þann tíð). Þegar ég tala um gamla daga meina ég allt tímabilið frá fyrstu byggð landsins og til miðbiks 19. aldar, en upp úr því má segja, að nýi tíminn hefji innreið sína á Islandi. íslendingasögurnar hafa verið aðal- heimildir mínar um fornöldina, já allt að 14 öld. Þær gefa margar mjög mikilvæg- ar upplýsingar um fæði fólks, og er hægt að styðja þær upplýsingar, í mörgum til- fellum, með nákvæmum upptalningum á matarbirgðum og búfé einstakra höfuð- bóla í sambandi við úttektir, en þær upp- talningar og skýrslur er að finna í forn- bréfasafninu. I fornbréfasafninu eru einn- ig skýrslur um útflutning og innflutning í gamla daga og nákvæmar áætlanir um skólamáltiðir í skólum hér á landi allt frá miðri 16. öld. 874—1500 Landbúnaðarafurðir hafa verið aðal- uppistaðan í fæði íslendinga í gamla daga. Landnámsmennirnir fluttu með sér til landsins frá búum sínum á Norðurlönd- um, einkum þó í Noregi, svo og á Bret- landseyjum sauðfé, nautpening, svín, gæs- ir, hænsni og e.t.v. endur- Landnámsmennirnir komu til algjör- lega óbyggðrar og ósnertrar eyjar, þar sem nóg var um veiði á landi, í vötnum og í sjó. Beitilöndin voru óþrjótandi í skjóli birkiskóga. Þess vegna má maður ætla, að nóg hafi verið um mat í fornöld, þó að eldgos og hafís hafi þá eins og síðar komið við sögu, en ætla má, að á meðan landið var ósnort- ið hafi slík óáran ekki verið eins þung- bær eins og síðar varð, en þó er öllum Islendingum kunnugt hvernig fór fyrir Hrafna-Flóka, þegar hann gleymdi að heyja vegna veiða í vötnum og sjó. Það hefur ekki verið eins auðvelt að afla heyja í gamla daga eins og nú á tím- um, þess vegna varð að byggja mikið á útibeit kúa og annars nautpenings að vetrinum. Þetta gat heppnazt í góðum árum, en í hörðum árum féll búpeningur- inn, þegar ekki voru til hey handa hon- um, og bóndinn gat á einum vetri misst allt sitt. Jafnvel í Englandi, sem er þó miklu veðurblíðara en ísland, sögðu menn í gamla daga, að búpeningi væri hætt frá jólum til maímánaðar. 8 HÚSPREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.