Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 13

Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 13
daga, því að kaffi og te þekktist ekki fyrr en á 19. öld meðal almennings og öl eða vín var aðeins notað við hátíðleg tækifæri, nema ef til vill oftar á stærstu búunum. Þá var mysa eða þunnt skyr einnig notað til að geyma í soðið kjöt, egg, bjúgu og svið og fleira og fleira. KJÖTMETI Ég hef áður rætt um hin ýmsu húsdýr, sem alin voru vegna mjólkur og kjöts. Mest var um nauta- og uxakjöt svo og sauðakjöt, en hrossakjöt og svínakjöt hef- ur einnig verið mjög mikið notað í gamla daga, að minnsta kosti í heiðnum sið. Þá má ekki gleyma ýmis konar villtum fugl- um svo og sjávardýrum eins og sel og hval. Það var bannað að borða hrossakjöt við kristnitökuna hér á landi, af því að hesturinn var nátengdur heiðnum trúar- athöfnum og siðum. Kjöt þessara dýra hefur yfirleitt verið soðið, en ekki steikt. Einnig hefur mikið verið þurrkað og nokkuð reykt, en salt hefur lítið verið notað í gamla daga. All- ar sláturafurðir hafa í heild sinni verið kallaðar slátur og það orð, í gamla daga, haft miklu víðtækari merkingu en nú þekkist, þar sem slátur er oftast aðeins notað um innyfli dýranna. Innyfli hafa sjálfsagt verið notuð til matar eins og nú, en kannski með nokkrum öðrum hætti, því að ekki er getið um blóðmör. Aftur á móti er talað um mörbjúgu, og er ekki alveg fyllilega ljóst, hvað í þeim hefur verið, nema um hafi verið að ræða mjög feitt kjöt. Eftir kristnitökuna hefur neyzla blóðs verið bönnuð eins og neyzla hrossa- kjöts, af því að hvort tveggja hafði sér- staka þýðingu í sambandi við heiðin blót. Nautpeningi og sauðfé hefur verið slátr- að á haustin, en einnig hafa menn slátr- að eftir því sem á þurfti að halda um vet- urinn og gripir sérstaklega verið aldir til slátrunar. Að minnsta kosti hefur verið nauðsynlegt að hafa slíka gripi við hin heiðnu blót. FISKUR Fiskveiðar hafa vexáð stundaðar hér á landi í fornöld eins og tíðkaðist í Noregi í heimkynnum landnámsmannanna á þeim tímum. Fisktegundirnar hafa vei’ið svipaðar og í dag, þorskur, ýsa, keila, lúða o.s.frv. Fiskurinn hefur aðallega verið þurrkað- ur og þannig borðaður hrár, nema í ver- stöðvunum, þar sem nýr fiskur hefur auð- vitað verið notaður líka. I gamla daga borðaði fólkið harðfisk á svipaðan máta og í dag er borðað brauð, með smjöri. Kirkjan varð einnig að leyfa fiskát á föstunni, fisk með vatni í stað bi’auðáts, þar sem brauð vantaði. Það hef- ur nefnilega verið mjög litið um mjöl- mat á þeim dögum. Þótt eitthvað hafi ver- ið ræktað af korni hér innanlands, þá hef- ur það aldi-ei verið nema til hátíðabrigða, og innflutningurinn hefur verið mjög stopull eins og síðar verður nánar talað um. En bátarnir voru yfirleitt litlir, og þess vegna var ekki hægt að fiska fjarri ströndum, og því hefur fiskaflinn oft verið lítill og lítið verið á hann að treysta. Lýsi var notað sem Ijósmeti, en einnig hefur það eitthvað vei’ið notað til manneldis. Það tíðkaðist einnig á miðöldum að flytja út harðfisk, skreið og lýsi. Það er getið um íslenzkt skreiðarskip í Yarmouth á Englandi árið 1224. Það er líklegt að mikið hafi verið um lax og silung í ám og vötnum hér þá. Af öðrum sjávarafla má nefna hákarl, sem nokkuð hefur verið fiskaður, þótt ekki hafi verið í fornöld. Hákarlinn var aldrei borðaður nýr, því að nýr hákarl var álit- inn eitraður og ómeltanlegur. Þess vegna var hákarlinn grafinn niður og látinn liggja í jörð í marga mánuði og síðan tek- inn upp, skorinn í lengjur, þveginn og þurrkaður. Þjóðsögurnar geta um þrettán ára gamlan hákarl sem mesta hnossgæti. Riklingur þótti og mikið sælgæti, en hann er eins og kunnugt er framleiddur úr lúðu, sem skorin er niður í mjóar lengjur og þurrkaður. Þetta var dýr útflutningsvara í gamla daga, en þó þótti rafabeltið lang- HÚ9PREYJAN 11

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.