Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 46

Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 46
Við vonum og óskum, að Skallagrímsgarður blómgist og blessist og það starf, sem í hann hefur verið iagt, verði minnisvarði um að Kven- félag Borgarness var til og komandi kynslóðum Borgarness verði garðurinn til yndisauka. Árið 1954 voru gróðursettar 900 plöntur í kringum hinn nýja kirkjugarð Borgnesinga. Skógrækt ríkisins gaf plönturnar, konurnar gróð- ursettu undir leiðsögn Daníels Kristjánssonar, skógarvarðar. Síðan höfum við hirt um plönt- urnar í samvinnu við forráðamenn garðsins. Þessi gróður prýðir nú fagurlega „hinnsta hvílu- staðinn". Hér hefur nú verið upptalið starfið og erfiðið, en enginn má halda, að við í „Kvenfélagi Borgar- ness“ eigum ekki gleðistundir í félagsstarfi okkar aðrar en þær, sem erfiðið skapar. Jú, sannarlega. Við höfum boðið kvenfélögum hér úr nágrenn- inu til kvöldfagnaðar með okkur og eigum um þá samfundi ljúfar minningar. Einnig höfum við þegið boð annarra félaga og notið í samvistum við þau gleðistunda. Þegar félagið var 20 ára (1947) var farin skemmtiferð vestur að Bjark- arlundi í Barðastrandarsýslu. Eftir þessa för var kosin ferðanefnd á hverju ári og höfum við farið margar ágætar ferðir, líklega 15 talsins, sem tekist hafa mætavel allar. Lengsta ferðin var farin til Vestfjarða 1961, þriggja daga ógleym- anleg ferð. í þeirri för nutum við frábærrar rausnar og gestrisni félagssystra okkar á ísafirði og Patreksfirði og stöndum enn í þakkarskuld við þær. Oft höfum við farið í hóp í Þjóðleik- húsið á vetrum og séð þar ýmis góð verk og við orðið aðnjótandi eigi aðeins skemmtunar heldur og öðlast menningarauka. Við eigum ferðasjóð, leggjum í hann 10% af öllum tekjum, er við öflum á ári hverju. Ferðanefndir eiga mikið þakklæti skilið fyrir störf sín, ferðirnar verið vel undirbúnar og auk þess höfum við verið heppn- ar með veður í þessum ferðum. Tel ég, að þessi ferðalög hafi átt talsverðan þátt í því að laða konur beinlínis í félagið. Fundir eru haldnir í hverjum mánuði að vetr- inum, 6—7, á ári auk skemmtifunda, þar sem sýndir eru sjónleikir, lesið upp, ráðnar gátur og getraunir, kveðist á, fluttar ferðasögur (stund- um í ljóðum), sýndar skuggamyndir o.fl. o.fl. Eftir umræðufundi spilum við oft, ef tími vinnst til og er þá oft glatt á hjalla. Kvenfélag Borgarness leggur miklar kvaðir á herðar meðlima sinna. En konurnar eru frábær- ar til starfa, taka öllu sem sjálfsögðu og hinn sanni félagsandi innan Kvenfélags Borgarness er ríkjandi. Vona ég og raunar veit, að engin kona sér eftir þvi að hafa verið í félaginu. Nú iíður að 40 ára afmæli félagsins. Efst í huga okkar er þakklæti til þeirra, sem hófu merkið, stofnendanna, brautryðjendanna, þakklæti til þeirra félagskvenna, sem nú eru fluttar í önn- ur héruð og hinna, sem horfnar eru yfir móð- 44 Húsfreyjan kemur út 4 sinnum á ári. Ritstjórn: Svafa Þórleifsdóttir Meðalholti 9 - Sími 16685 Sigríður Thorlacius Bólstaðarhlíð 16 - Sími 13783 Elsa E. Guðjónsson Laugateigi 31 - Sími 33223 Sigríður Kristjánsdóttir Sunnubraut 6, Kpv. Sími 35748 Kristjana Steingrímsdóttir Hringrbraut 89 - Sími 12771 Afgreiðslu og innheimtu annast Svafa Þórleifsdóttir, Meðalholti 9. Auglýsingastjóri: Matthildur Halldórsdóttir. Sími 33670 Verð árgangsins er 60 krónur. í lausasölu kostar hvert venjulegt hefti 20 kr. Gjald- dagi er fyrir 1. júlí ár hvert. Prentsmiðja Jóns Helgasonar. una miklu. Blessuð og geymd er minning þeirra allra. Kvenfélag Borgarness telur 60 félaga. Árgjald er kr. 100,00. Stjórnina skipa nú: Helga Guð- marsdóttir, formaður, Margrét Gísladóttir, gjald- keri, Freyja Bjarnadóttir, ritari. Lengst hafa starfað: Ragnhildur Björnsdóttir ritari í 20 ár. Ingveldur Teitsdóttir gjaldkeri í 14 ár og svo Geirlaug Jónsdóttir formaður garð- nefndar í 28 ár, eins og fyrr getur. Borgarnesi, 21. júní 1965. Ó.S. E F NI : bls. Ávarp (Helga Magnúsdóttir) ................. 1 Mót norrænna húsmæðrakennara (S. Th.) 2 Fæðið á ísl. í gamla daga (Baldur Johnsen) 8 Heimilisþáttur (S. Kr. og E. E. G.) ..... 18 Sjónabók Húsfreyjunnar (E. E. G.) ....... 23 Manneldisþáttur (Kr. Stgr.) ............... 25 Frá Leiðbeiningastöð húsm. (S. Kr. og S. H.) 29 Máttur málsins (niðurl.) Margr. Jónsd. þ. 36 Hróðurinn gleymist, (S. Th. þýddi) ........ 38 Vaxandi áfengissýking (S. Th. þýddi) . . . , 40 Úr ýmsum áttum ............................ 42 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.