Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 9

Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 9
greinum, sem þeim eru skyldastar. Á finnsku er til málsháttur, sem segir: Hver myndi lyfta skotti kattarins, ef hann gerði það ekki sjálfur? Gæti það ekki átt við í þessu samhengi? Ebba Johnson er rektor við sænskan kvennaskóla í Ábo í Finnlandi, kona á miðjum aldri hávaxin og þýðleg. Hvað er helzt frétta úr skólamálum í Finnlandi? Þar, sem annars staðar, er nú mikið rætt um nauðsyn þess að endurskoða og endurbæta fræðslukerfið og mikið er rætt um það, hvort við eigum að stefna á sömu braut og Svíar, að samræma allt skóla- kerfið. Margir óttast, að það kunni að verða of þungt í vöfum og ein mótbára, sem ég hef heyrt og byggð er á reynslu Svía er sú, að erfiðara sé að halda uppi aga og reglum, ef kerfið er orðið svo bund- ið, að ekki er t.d. hægt að víkja óæski- legum nemendum úr skóla, ef þeir eiga skilyrðislausan rétt til að vera í skólan- um sína skyldunámstíð, hvað sem á geng- ur. Er ekki nokkurt valfrelsi milli náms- greina eftir að komið er upp í miðskóla- stigið? Það er því miður lítið, þó nokkur mun- ur sé snemma gerður á því, hvort nem- endur ætla að taka stærðfræðigreinar eða tungumál. Finnar eru eins staddir meðal Norður- landaþjóða og Islendingar, að þeir verða að kunna erlend mál til að geta talað við granna sína. Hve mörg tungumál eru kennd í skólunum? f sænsku skólunum er finnska skyldu- námsgrein og sænska í finnsku skólunum. Næst koma svo enska og þýzka og í flest- um skólum má velja um hvort verður aðal-málið. Verður þá að lesa það í sjö ár fyrir stúdentspróf, en hitt málið, sem næst gengur, er þá lesið í fimm ár. Velja má milli latínu og frönsku. Þér stýrið skóla, sem er eingöngu fyrir stúlkur. Hvort álítið þér æskilegra að hafa unglingana í sérskólum eða saman? Ég kenndi áður við samskóla og fyrst HÚSFREYJAN eftir að ég kom að kvennaskólanum, fannst mér þyngra fyrir fæti í sjálfri kennslunni. Piltar eru yfirleitt fjörugri nemendur og mér fannst eins og stúlkurn- ar væru kyrrstæðari fyrst í stað í við- horfi sínu til námsins. Nú finnst mér ég sjá kosti og galla við báðar þessar teg- undir skóla, en óneitanlega eru kostirnir við sérskólana margir. Teljið þér ástæðu til að velja stúlkum annað námsefni en piltum? Þau eiga að lifa í sama heimi og oft að keppa um sams konar störf, svo það virð- ist skynsamlegast að hin almenna undir- stöðumenntun fyrir bæði kynin sé eins. Það var sums staðar svo í finnskum kvennaskólum — og er reyndar til enn — að stúlkum var ætlað eitt námsár um- fram piltana til stúdentsprófs, en það hverfur að sjálfsögðu með einkaskólun- um. Það virðist liggja í landi, að færri stúlkur fari að jafnaði í háskólagreinar, sem byggja á stærðfræði en þær, sem telj- ast til húmanistískra fræða. Þær eru f jöl- margar kennarar, næstum of margar. Karlmennirnir virðast sækja meira í þær greinar, sem leiða að betur launuðum stöðum. Þegar talað er um samræmingu skóla- kerfisins, teljið þér, að það verði ungling- um dreifbýlisins styrkur eða ekki? Ég efast um að það komi að tilætluð- um notum. Meira máli skiptir, að nógu margar og góðar heimavistir séu til við góða skóla, svo að sveitaæskan geti sótt allar tegundir náms, sem landið hefur að bjóða. Á margt drápu þessir góðu gestir, sem æskilegt hefði verið að mega spyrja nán- ar um, ekki sízt varðandi tilhögun og flokkun námsgreina í hinum fjölbreyttu búsýsluskólum, sem sumar þeirra starfa við. Til þess vannst enginn tími, en ég kann þeim öllum beztu þakkir fyrir á- nægjulega viðkynningu. Sigríður Thorlacius. 7

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.