Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 38

Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 38
Máttur málsins Niðurlag. Einn morgun kemur Algot ekki í skól- ann. Börnin taka þögul á móti kennslu- konunni. Þau búast við stórviðburði. Þau sitja öll í hljóðri eftirvæntingu og bíða þess, að einhver kveði upp úr með það, sem þau eru öll að hugsa um. En auðvit- að verður það Emma, sem ríður á vaðið. Rödd hennar er þóttafull og hátíðleg. — Algot er farinn á spítala, segir hún. — Hvernig skyldi þetta fara? — Já, ég veit það, segir kennslukonan. — Það gengur vonandi vel. — Já, en með lærdóminn þá, segir Emma til skýringar. Hún er áhyggjufull á svipinn. Nú hófst nýtt tírpabil í skólavist Önnu. Hún varð þess vör, að allir höfðu á ein- hvern hátt gleymt henni. Það var sífellt verið að tala um Algot, en enginn virtist kæra sig minnstu vitund um hana. Skóla- systkini hennar vissu nú, að hún ætlaði sér ekki að tala og var alltaf eins, að minnsta kosti var ekkert gaman að henni lengur. Börnin gátu lesið þögula uppgjöf í augum kennslukonunnar, þegar Anna átti i hlut. Hún hafði gefizt upp við að fá barn- ið til að gera nokkurn skapaðan hlut. Ekkert finnst börnunum jafn þýðingar- mikið og svipbrigði kennslukonunnar. Og stundum geta þau lesið ýmislegt út úr andliti hennar, enda þótt hún reyni að dylja það. Þau vita að minnsta kosti öll, hvað hún hugsar gagnvart Önnu. Og Anna veit það sjálf betur en nokkur annar. Nú er eins og augu kennslukonunnar segi, það liggur í loftinu, að ekkert sé frekar að gera. Eina ráðið sé að bíða og sjá hvað setur, bíða með þolinmæði. Anna finnur, að umhverfis hana verður hljótt og kyrrt. Enginn lítur til hennar. Enginn sendir henni lengur hvetjandi eða uppörvandi augnaráð. Allt er svo rólegt, engin mótspyrna, öllum virðist nú vera bókstaflega sama um hana. Hún er blátt áfram gleymd. Það kærir sig enginn um, hvort hún talar eða þegir, eða hvort hún yfirleitt getur talað. Nú eru það aðrir hlutir, sem vekja meiri áhuga. Kennslukonan veitir því alls enga eftirtekt, þó að Anna sé þrjóskufull, eða þótt hún geri þvert á móti því sem henni er sagt. Hún lítur með mestu rósemi á pírumpárið í skrifbókinni hennar. Nú get- ur hún líka klórað og krassað eins mikið og hún vill á borðið sitt, því að hún hefir fengið gamalt og ljótt borð til þess að sitja við. En í þessari kyrrð og ró gleymir Anna sjálfri sér. Það er eins og byrði sé af henni létt. Eitthvað innra með henni losnar. Hún verður þess áskynja, að hún hlustar á röddina innra með sér. Tímunum saman situr hún og horfir spyrjandi augum á kennslukonuna með litlu, skæru, kringlóttu augunum sínum, og ofurlítill angi af tortryggni leynist þar enn niðri í djúpinu. En þetta hverfur að lokum og eftirtektin verður ein eftir. Og enginn skiptir sér af því sem hún gerir. Lítið nú á! Ofurlítill leirköggull mótast milli fingranna á önnu. Börnin eru að hnoða leir. Allt er hljótt. Hver og einn er niðursokkinn í starfi sínu. Leirinn er gljúpur og rakur, fögnuður sá, er felst í sköpunargleðinni svífur um í skólastof- unni og fyllir andrúmsloftið. Anna verður áköf. Hún vinnur og hlær og reynir aftur og aftur. Kennslukonan kinkar til hennar kolli. Hún teiknar líka mjög einkennileg- ar, en á einhvern hátt talandi myndir með svartkrít. Þessar myndir elskar hún og er hreykin af þeim, og hún talar við þær, en vitanlega aðeins í huganum svo lágt, að enginn heyrir. — Ágætt, segir kennslukonan vin- 36 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.