Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 34

Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 34
Burstið fyrst neðri tennurnar að innan, byrjið innst og haldið fram á við. Burstið upp á við, byrjið að neðan. Burstið jafnframt tannholdið. Burstið því næst framtennurnar í neðra gómi. Haldið burstanum nær því lóðréttum eins og myndin sýnir, til þess að hann komist vel að tannholdinu, burstið einnig til hliðanna, svo að engin tönn verði eftir. Burstið því næst efri tennurnar að innan verðu, byrjið innst eða aftast öðru megin og haldið fram og hringinn, en burstið nú ofan frá og niður eftir. lennurnar á réttan hátt Talið er, að tannburstarnir endist ekki nema hálft ár, svo að vel sé (og sumir vilja kannske helzt skipta á 2—3ja mán. fresti). Hver maður ætti því að nota a.m.k. tvo tannbursta á ári, en það mun láta nær, að fólk hér á landi noti hvern bursta í tvö ár, og eru þeir þá varla mjög merkilegir eða notadrjúgir undir það síð- asta. Hér verða birtar leiðbeiningar um góða tannhirðingu, sem komu í sænska blaðinu Rád och rön, sept. 1964. Svíar telja að mikið skorti á að munn- hirðing sé í fullkomnu lagi hjá þeim sjálf- um, og eru þeir þó taldir mjög þrifin og hreinlát þjóð. Ástandið mun sízt vera betra hér. Þetta er slæmt, þar sem talið er að algengustu tannsjúkdómarnir stafi fyrst og fremst af slæmri munnhirðingu, tannáta og tannlos, en sjálf orsökin er gerlagróður í munninum. Það þykir sann- að, að það stuðli mjög að heilbrigði tann- anna að bursta þær á réttan hátt með tannkremi, og með því megi draga til mikilla muna úr tannskemmdum, sem flestir eiga við að stríða. En ekki nægir eingöngu að bursta tennurnar nema það sé gert réttilega. Myndirnar sýna í grund- vallaratriðum, hvernig bursta á, og til þess að góður árangur náist, þarf að bursta helzt í tvær mínútur í einu og helzt a.m.k. tvisvar á dag eftir fyrstu og síð- ustu máltíð dagsins. 32 HÚSPBEYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.