Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 18

Húsfreyjan - 01.07.1965, Blaðsíða 18
Þriðjudagur: Hádegisverður: Harðfiskur og smjör, kjöt og baunir. Kvöldverður: Harðfiskur og smjör, kaldir sundmagar (soðnir og súrsaðir). Miðvikudagur: Hádegisverður: Harðfiskur og smjör, kjöt og kjötsúpa. Kvöldverður: Harðfiskur og smjör, soð- in saltfiskur. Fimmtudagur: Hádegisverður: Harðfiskur og smjör, kjöt og baunir. Kvöldverður: Harðfiskur og smjör, bjúgu, heit eða köld. Föstudagur: Hádegisverður: Harðfiskur og smjör, rúgmjölsgrautur. Kvöldverður: Harðfiskúr og smjör, soð- inn saltfiskur. Laugardagur: Hádegisverður: Harðfiskur og smjör, heit bjúgu. Kvöldverður: Harðfiskur og smjör, skyr og mjólk. Auk þess áttu skólapiltarnir að fá einn lítra af mjólk á dag og mysu til drykkjar eftir þörfum. Þessar skólareglugerðir sýna, hvað menn álitu nauðsynlegt, en þeim kröfum hefur sjálfsagt verið fullnægt, þegar nóg var af mat. Því miður mun það gagnstæða hafa ver- ið uppi á teningnum mestan hluta 18. ald- arinnar, en þá varð oft að loka skólanum vegna matarskorts. Þegar Jón Thorkells- son og Harboe voru seinna sendir til að rannsaka ástand skólanna hér á landi, kom í ljós, að skólapiltarnir fengu lítið annað en harðfisk og smjör og mysu. Skýrsla þessi er fróðleg að mörgu leyti. Sérstaklega er athyglisvert, hve mikil- vægur harðfiskurinn er í manneldi á þess- um tímum og hve lítið er um brauð, og hefur þetta verið svo allt frá landnáms- tíð hér á landi. Enn átti þó matvælaástandið eftir að versna, og í seinni upptalningu matvæla er hætt að tala um sérstaka kjötdaga. Mjólk- urframleiðslan er nú komin niður í einn lítra eða minna á mann á dag, en var i byrjun umrædds tímabils 2*4 til 3 lítrar á mann á dag. Bráðlega kennir líka sultur mönnum að hagnýta sér blóð sláturdýra, en það hefur ekki verið gert lengi vel hér eftir að kristinn siður kom inn í landið, vegna þess að blóðið hafði sérstaka þýð- ingu í sambandi við blót heiðinna manna. Svipað var að segja um hrossakjötið, en eins og kunnugt er þá hefur eimt eftir af ímugust á hrossakjöti á meðal gamals fólks allt fram á þennan dag. 19. ÖLDIN Til þess að gera sér í stuttu máli grein fyrir nokkrum breytingum, sem verða á manneldi með tilkomu 19. aldarinnar, þá læt ég hér fylgja með stutt yfirlit yfir fæði skólapilta á Bessastöðum veturinn 1908—9. Fjóra daga vikunnar var harðfiskur til hádegisverðar með súru smjöri, (hér er súrt smjör í fyrsta sinn nefnt i heimild- um, ekki af því að það komi nú fyrst til sögunnar, heldur af því að nú er ástæða til að aðgreina það frá söltuðu smjöri, sem er að koma inn í mataræðið eins og brátt kemur í ljós) ásamt með kjötsúpu með grænmeti. Grænmetið var gulrófna- kál, en þetta er í fyrsta skiptið, sem græn- meti er nefnt á nafn í fæðu á íslandi. Aðra dag vikunnar fengu mennirnir bygg- grjónagraut og mjólk til hádegisverðar. Kvöldverðurinn alla vikudagana var harðfiskur, súrt smjör og bygggrjóna- grautur og mjólk. Á sunnudögum fengu menn saltfisk með söltuðu smjöri og gulrófum. (Hér er saltað smjör í fyrsta sinn nefnt í þeim heimildum, sem ég hef kannað.) Seinna fengu menn á sunnudögum á kvöldin blóðmör fyrri hluta skólaársins, 16 HÚBPREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.